vald.org

Ögurstund á Ítalíu: Hvað var fólk að hugsa árið 2016?

3. desember 2016 | Jóhannes Björn

Morgundagurinn gæti orðið mikill örlagadagur á Ítalíu og raunar í Evrópu allri. Þá ganga landsmenn til kosninga og kjósa um breytingar á stjórnarskránni.

meira

Trump og bergmálið frá 1933

1. júlí 2016 | Jóhannes Björn

Hvernig gat Donald Trump orðið forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum? Flokksmaskína Repúblikanaflokksins og ríkustu stuðningsmenn flokksins hata hann upp til hópa. Viðskiptaferill mannsins einkennist af röð gjaldþrota og ótrúlegum fjölda málaferla við viðskiptavini sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Hann hefur ausið svívirðingum yfir og móðgað fleiri hópa og einstaklinga heldur en dæmi eru um í bandarískum forkosningum. Hann komst meira að segja upp með að verja stærð eigin getnaðarlims í beinni útsendingu sem var sjónvarpað til tugmilljóna úti um allan heim. Fylgið haggaðist ekki.

Dökk ský í skuldsettum heimi

16. janúar 2016 | Jóhannes Björn

Hvernig tókst frekar blönkum útlendingi að verða ríkasti maður Frakklands á aðeins fjórum árum, áður en auðævin gufuðu upp og hann lauk jarðvist sinni í sárustu fátækt?

Ný fjármálakreppa er óumflýjanleg

30. júlí 2015 | Jóhannes Björn

Þótt fjármálakreppan í heiminum haustið 2008 hafi verið sú mesta síðan 1929 var hún sennilega miklu háskalegri heldur en ríkisstjórnir almennt viðurkenna. Frekar en að greina orsakir hrunsins og breyta um starfsaðferðir, þá upphófst mikið sjónarspil sem gekk út á það eitt að koma skuldum einkabanka og annarra fjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda. Þessi ljóti leikur tryggir að næsta hrun, sem örugglega er ekki langt undan, verður sýnu verra heldur en hamfarirnar haustið 2008.

Banki fólksins

21. maí 2015 | Jóhannes Björn

Það verður aldrei hægt að reikna nákvæmlega út hvað íslenska bankahrunið kostaði. Verðmæti gufuðu ekki aðeins upp á methraða heldur var andlegri heilsu þúsunda einstaklinga stefnt í voða. Margir voru beygðir og sumir brotnuðu.

Er Bjarni Ben Umboðsmaður Elkem? (Anna Lilja Valgeirsdóttir)

26. mars 2015 | Anna Lilja Valgeirsdóttir

[Leiðrétting 27. mars 2015: Þessi grein hefur verið leiðrétt hér þar sem orðin Silicor og Silicon skoluðust til.]

Þann 24. mars 2015 síðastliðinn, var gerður gríðarlega stór samningur við Silicor Materials en það er sólarkísilverksmiðja sem á að byggja upp hér á landi á Grundartanga. Þetta er einn stærsti samningur um fjárfestingu við fyrirtæki sem gerður hefur verið frá því 2003 og er í heildina 120 milljarðar.

meira

Útvarp Saga—Viðtal

23. mars 2015. | Jóhannes Björn

Blóðsugusaga bankanna

18. mars 2015 | Jóhannes Björn

Bankakerfið hefur alltaf mergsogið íslensku þjóðina. Hér áður fyrr voru bankarnir að stærstum hluta pólitískar afgreiðslustofnanir, þar sem flokkarnir röðuðu gæðingum sínum í áhrifastöður. Hvort bitlingahjörðin lumaði á menntun, starfsreynslu eða annarri sérþekkingu skipti minnstu máli. Markmiðið var auðvitað að láta fjármagnið renna í sem mestum mæli í pólitíska farvegi — til flokksbræðra og fyrirtækja innvígðra.

Láglaunafólk sem situr á gullnámu

24. febrúar 2015 | Jóhannes Björn

Stór hluti Íslendinga vinnur fyrir launum sem standa ekki undir mannsæmandi lífskjörum. Meira að segja fólk sem hefur stundað nám á háskólastigi árum saman getur ekki skrimt af laununum ef það er eina fyrirvinna heimilisins og þarf að fæða og klæða eitt eða fleiri börn. Munurinn á launum til dæmis kennara eða hjúkrunarfræðinga á Íslandi, miðað við það sem algengt er meðal iðnvæddra þjóða, er himinhrópandi. Á hinum Norðurlöndunum eru launin helmingi hærri og félagsleg þjónusta miklu betri.

Grikkir ganga að kjörborðinu

8. janúar 2015 | Jóhannes Björn

Orsök hrunsins 2008 í Evrópu og Ameríku var fáheyrt lánafyllerí bankakeflisins. Vegna þess að bankarnir gátu endurselt bæði góð og vond lán í svokölluðum afleiðupökkum (matsfyrirtækin gáfu öllu ruslinu bestu einkunn gegn þóknun), þá var það bönkunum í hag að trekkja fasteignamarkaðinn stöðugt upp og lána svo til öllum sem báðu um lán. Hækkandi fasteignaverð færði kerfinu fleiri pappíra til að selja … og þannig koll af kolli.

meira

Varúð: Hverfur eignarhald almennings á auðlindunum út um bakdyrnar?

18. desember 2014 | Jóhannes Björn

Eitt ákvæði alþjóðlega viðskiptasamningsins sem Ísland virðist ætla að skrifa undir fjallar um einkavæðingu ríkiseigna. Þar segir að ef ríkiseign er einkavædd og gjörningurinn mistekst, þá sé ríkinu óheimilt að taka eignina til sín aftur.

meira

Leynilegir viðskiptasamningar

17. desember 2014 | Jóhannes Björn

Á þessari stundu tekur Ísland þátt í leynilegu samningaferli. Það er ljóst er að samningurinn, TISA, gengur mest og best út á að við afsölum okkur réttindum og völdum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð. Hliðstæðir samningar sem elítan ætlar að koma í gegn eru Trans-Pacific Partnership (TPP) og Transatlantic Trade and Investment Partnership (T-TIP). Í stuttu máli þá er verið að reka endahnútinn á samninga sem tryggja að 65% mannkyns beygi sig enn frekar undir ægivald fjölþjóðafyrirtækja og risabanka.

meira

Kvótakerfi og skattaskjól

19. nóvember 2014 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Skattarannsóknarstjóri Bryndís Kristjánsdóttir fjallaði um notkun Íslendinga á skattaskjólum í viðtali við Viðskiptablaðið 19. apríl sl.

meira

Gull og pappírspeningar

17. júlí 2014 | Jóhannes Björn

Munurinn á gulli og pappírspeningum nútímans liggur í skuldsetningu. Þeir sem eiga gull eru með hreina og veðfría eign í höndunum. Gallinn við peningakerfi nútímans—brotasjóðakerfið sem gerir bönkum kleift að búa til peninga með bókhaldsaðferðum—er hins vegar að allir peningar sem fara í umferð gera það í formi skulda. Það er engin önnur leið til að koma nýjum peningum í umferð en lána þá einstaklingum, fyrirtækjum eða ríkisstjórnum. Seðlabankinn veitir grunnfjármagnið (og kaupir stundum skuldir ríkisins) og bankarnir nota síðan þetta grunnfjármagn sem stuðpúða þegar þeir lána allt að þrjátíufalt hærri upphæðir. Í lokuðu hagkerfi íslenskra hafta er margföldunin sjálfsagt miklu minni eða um tíföld.

meira

Ögurstund—seinni hluti

15. mars 2014 | Jóhannes Björn

Lög um Seðlabanka Bandaríkjanna voru samþykkt í desember 1913 þegar þingheimur var að flýta sér í jólafrí og bankinn hóf starfsemi sína 1914. Það tók seðlabankann 95 ár að mjaka efnahagsreikningi sínum upp í $800 milljarða, en síðan 2008 hefur upphæðin tekið nær 95 ára stökk á hverju ári og efnahagsreikningurinn er í dag kominn yfir fjórar trilljónir dollara.

meira

Ögurstund—fyrri hluti

8. mars 2014 | Jóhannes Björn

Talandi um tímanna tákn. Barclays bankinn hafði ásamt öðrum helstu stórbönkum heimsins sett hagkerfið á hliðina 2008 eftir margra ára viðskipti með ónýta skuldabréfavöndla. Næst var bankinn dæmdur fyrir að spila með alþjóðlega bankavexti í slagtogi við aðra stórbanka og nýleg rannsókn bendir sterklega til þess að Barclays hafi stundað áratuga svindl á gullmarkaði. Siðleysið sem viðgengst í þessum banka virðist botnlaust og nýlega kom líka í ljós að viðkvæmar upplýsingar um 27.000 viðskiptavini bankans voru seldar hæstbjóðendum þegar þær láku út.

meira

Gunnar Tómasson skrifar

17. nóvember 2013 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Ég leyfi mér að framsenda eftirfarandi innlegg mitt á Facebook fyrr í dag:

meira

Gunnar Tómasson skrifar:
Leiðrétting húsnæðisskulda—hafa stjórnvöld farið að lögum?

15. september 2013 | Gunnar Tómasson

Til:      Efnahags- og viðskiptanefndar

Frá:     Gunnari Tómassyni, hagfræðingi

Efni:    Leiðrétting húsnæðisskulda

1.         Í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 63/1985 um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga segir m.a.

Frumvarpið nær einungis beint til lána byggingarsjóða ríkisins, en gert er ráð fyrir að sama tilhögun geti gilt um húsnæðislán annarra sjóða og stofnana eftir því sem um semst milli lántaka og lánveitanda. Það er því hins vegar ákvörðun viðkomandi lífeyrissjóða, banka og annarra sjóða og stofnana hvort greiðslujöfnun í samræmi við þetta frumvarp verður tekin upp þar, en lögð er áhersla á að slíkt samkomulag verði um lán til húsnæðismála.

meira

Pólitíkusar til sölu

27. ágúst 2013 | Jóhannes Björn

Elítan sem stendur á bak við stærstu banka heimsins hefur á seinni árum markvisst komið því til leiðar að mikilvægum lögum og reglugerðum hefur verið breytt. Mikilvægustu skrefin voru stigin í stjórnartíð Clinton Bandaríkjaforseta þegar Glass-Steagall lögunum var rutt úr vegi og bönkum var leyft að stunda óheft afleiðuviðskipti. Frelsið til þess að braska með sparifé fólks og stunda óbeina peningaprentun með framleiðslu afleiðna orsakaði hrunið 2008. Án þessara aðferða hefði ekki verið hægt að blása í fasteignabólur út um allan heim með sölu og endursölu lánapappíra.

meira

Þjófnaður aldanna—þriðji hluti

28. júlí 2013 | Jóhannes Björn

Hagkerfi Vesturlanda var komið í veruleg vandræði fyrir 20 árum. Hnattvæðingin var byrjuð að grafa undan mörgum atvinnugreinum og vel launuð störf, sérstaklega í framleiðslunni, hurfu með undrahraða. Frekar en að taka á vandanum með skipulögðum hætti, t.d. tímabundnum verndartollum og öflugri endurmenntun, þá hófst banvænt ferli þar sem hagkerfi margra landa byrjuðu að blása hverja efnahagsbóluna á fætur annarri.

meira

Gunnar Tómasson skrifar

26. júlí 2013 | Gunnar Tómasson

Ágætur Sérstakur saksóknari.

Í viðhengi eru bloggfærslur mínar á eyjan.is 4.-21. júlí um ofangreint efni.

Í bloggfærslu í dag—Einbeittur brotavilji í “góðri trú”—réttvísi byggð á “rökleysu”—var vikið að ákveðnum kjarna málsins sem hér segir:

meira

Gunnar Tómasson skrifar:
Ábyrgð Seðlabanka Íslands á ólöglegri lánastarfsemi

22. júlí 2013 | Gunnar Tómasson

Jóhannes Björn birti eftirfarandi pistil á www.vald.org 27. október 2010:
Eitt lykilatriði sem Gunnar Tómasson hefur bent á í sambandi við hrunið hefur ekki fengið nægjanlega umfjöllun: Seðlabankinn braut sennilega lög þegar hann frestaði gjaldþroti bankanna um a.m.k. tvö ár.

meira

Gunnar Tómasson skrifar

24. júní 2013 | Jóhannes Björn

Ágætu alþingismenn:

Svigrúm til skuldaleiðréttinga er talið felast í krónueignum kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings.

meira

Þjófnaður aldanna—annar hluti

5. júní 2013 | Jóhannes Björn

Það er erfitt að trúa því að hrunið 2008 hafi komið seðlabönkum eða öðrum sérfræðingum eins mikið á óvart og þessir aðilar vilja vera láta. Öll bólueinkenni voru til staðar og þessi vefsíða varaði t.d. oft við fasteignahruni, t.d. 24. maí 2005 („Sápukúla sem springur með háum hvelli“) og 20. mars 2007 þegar sagt var beint út (meira en 18 mánuðum fyrir hrun): „Allt sem hér hefur verið skrifað á undanförnum mánuðum um útlit efnahagsmála heimsins stendur óhaggað og engar grunnstaðreyndir hafa breyst. Eins og margoft hefur verið bent á þá stefnir í efnahagslægð sem á upptök sín á bandarískum fasteignamarkaði.“

meira

Þjófnaður aldanna—fyrsti hluti

31. maí 2013 | Jóhannes Björn

Allar fjármálakreppur fela í sér mikinn tilflutning eigna. Þótt bankar rúlli og gjaldmiðlar hrynji, þá halda flest raunveruleg verðmæti áfram að vera til. Eina sem gerist, þegar á heildina er litið, er að það verða eigendaskipti á mörgum mannvirkjum, fyrirtækjum, vélbúnaði o.s.frv. Sum fyrirtæki loka og aukið atvinnuleysi hægir á öllu kerfinu, en raunverulegur þjóðarauður hefur ekki farið neitt og ef rétt er haldið á spöðunum fara hlutirnir aftur í eðlilegt horf eftir nokkur ár.

meira

Samræður á ÍNN—9. apríl 2013

Aðvörun til þeirra sem eiga innistæður á evrusvæðinu

31. mars 2013 | Jóhannes Björn

Þegar fólk gengur inn í banka á Kýpur gæti það fyrst haldið að það hafi villst inn á lögreglustöð. Öryggisgæslan þykir nauðsynleg í ljósi þess að viðskiptavinir bankanna sem eiga yfir 100.000 evrur inni á reikningi virðast ætla að tapa 40–80% innistæðna sinna—og þeir eru reiðir. New York Times áætlar, að af heildainnistæðum í öllum bönkum á Kýpur, gufi upp á milli 60% og 77%. Stærstu innistæðurnar eru ansi veglegar og vega þungt í dæminu. En þessar tölur eru allar enn á fleygiferð.

meira

Krónan og lélegir stjórnendur

14. mars 2013 | Jóhannes Björn

Aumingja krónan á undir högg að sækja. Henni er kennt um veðbólgu, gjaldeyrishöft, verðtryggð okurlán, lélegt bankakerfi, fákeppni og nærri því allt annað sem á bjátar í þessu samfélagi. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið klifa stöðugt á veikleika krónunnar máli sínu til stuðnings. Helsta röksemd þeirra fyrir inngöngu er einmitt betri gjaldmiðill sem færir þjóðinni langþráðan stöðuleika.

meira

Prentvélar elítunnar—seinni hluti

20. febrúar 2013 | Jóhannes Björn

Stjórnlaus seðlaprentun hefur á seinni áratugum orðið til þess að mynda margar bólur í hagkerfi heimsins. Þeir sem sitja næst prentvélunum—bankar, fjárfestar og ríkisstjórnir—fjárfesta óhóflega og of mikið framboð peninga orsakar óeðlilegar hækkanir sums staðar í hagkerfinu. Ágæt dæmi eru hlutabréfabólan, sem sprakk upp úr 2000, og fasteignabólan, sem setti hagkerfi heimsins á hliðina 2008.

meira

Baráttan um Ísland

17. febrúar 2013

Leikendur:

  1. Aflandskrónuhafar
  2. Eigendur þrotabúa gömlu bankanna (Vogunarsjóðir)

Andstæðingurinn:

meira

Prentvélar elítunnar—fyrri hluti

15. febrúar 2013 | Jóhannes Björn

Þetta eru einkennilegir tímar og afgerandi uppgjör getur ekki verið langt undan. Hagkerfi Vesturlanda hrundi 2008 vegna of mikilla skulda. Samt segja seðlabankastjórar og pólitíkusar okkur, ár eftir ár, að það sé verið að vinna að lausn vandans með því að hlaða upp miklu meiri skuldum. Á síðustu fimm árum hafa átta stærstu seðlabankar heimsins aukið peningamagn í umferð (skuldir) um 11 trilljónir dollara ($11.000.000.000.000). Fyrir þessa upphæð, sem er aðeins fimm ára aukning peningamagnsins, væri hægt að kaupa allt gull sem hefur verið grafið úr jörðu síðustu 6000 ár og góðan slatta af silfri.

meira

Athugasemd

25. janúar 2013 | Jóhannes Björn

Sá misskilningur hefur komið upp á Internetinu að ég sé hættur að styðja Dögun. Hið rétta í málinu er að ég styð enn Dögun, enda er flokkurinn eina stjórnmálaaflið í sjónmáli sem tekur af fullri alvöru á vanda heimila landsins og böli verðtryggðra lána.

meira

Ég styð Dögun

17. janúar 2013 | Jóhannes Björn

Íslensk stjórnvöld verða að taka mjög örlagaríkar ákvarðanir á næstu mánuðum. Hagkerfið er í verulegri hættu vegna erlendra skuldbindinga, afleitrar stöðu tugþúsunda heimila, innrásar hrægammasjóða og kerfisbundinnar spillingar. Ný stjórnarskrá sem ver sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar fyrir forréttindahópum verður að sjá dagsins ljós.

meira

Anna Lilja Valgeirsdóttir skrifar um reynslu sína af bankakerfinu

31. október 2012 | Anna Lilja Valgeirsdóttir

Ég er að velta fyrir mér þessum Sértryggðu skuldabréfum.

Ástæðan fyrir því eru gögn sem ég fékk send frá sýslumannsembættinu, þegar ég bað um öll gögn tengdu uppboðinu á húseigninni minni.

meira

Íslendingur hafði afgerandi áhrif á stefnu Rússlands í efnahags- og bankamálum

22. október 2012 | Jóhannes Björn

Atburðarásin minnti á skáldsögu eftir John le Carré. Rússland var tæknilega gjaldþrota í árslok 1998 og yfirmaður rússnesku hagfræðiakademíunnar í Moskvu, dr. Dmitri Lvov, var á leið til New York með hatt í hönd til þess að biðja um fyrirgreiðslu. Rússar gerðu sér fulla grein fyrir að stórt dollaralán kæmi með skilmálum um að þeir opnuðu hagkerfið og hleyptu erlendum bönkum og fjárfestingafyrirtækjum (eða leppum þeirra) inn í landið. Ekkert gleður banka meira en að komast inn á auðugan hráefnamarkað, þar sem hægt er að töfra fram ný lán út á veð í raunverulegum verðmætum og uppskera vexti í marga áratugi. Í þessu tilfelli var freistandi að komast í færi við gífurlegt magn mikilvægustu hráefna heimsins, olíu og málma. Það var líka mjög mikilvægt fyrir ákveðna hagsmunaaðila að dollarinn, viðmiðunargjaldmiðill heimsins, næði betri fótfestu á efnahagssvæði austurblokkarinnar—svæði sem allir vissu að ætti eftir að framleiða miklu meiri verðmæti í framtíðinni eftir áratuga stöðnun kommúnismans.

meira

Gunnar Tómasson: Nýr tekjustofn ríkissjóðs

6. octóber 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Það er ekki aðeins á hinu háa Alþingi að landsmenn skeggræða landsins gagn og nauðsynjar.

meira

Gunnar Tómasson: Skilaboð AGS til stjórnvald​a: Snjóhengja​n er mál málanna

28. september 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í dag, 28. September 2012, tók AGS af skarið varðandi „snjóhengjuna‟ margumtöluðu á nótum sem ekki hafa átt upp á pallborðið hjá íslenzkum stjórnvöldum.

meira

Gunnar Tómasson: Verðtrygging og gengistryggð lán—Dómstóll Evrópusambandsins

28. júlí 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Dómstóll Evrópusambandsins hefur kveðið upp dóm um óréttmæta lánaskilmála.

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

20. júlí 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn.

Ég leyfi mér að deila með ykkur eftirfarandi umsögn minni um verðtryggingu lána sem ég setti inn á Facebook fyrir stu ttu.

meira

Bréf frá framtíðinni—seinni hluti

12. júlí 2012 | Jóhannes Björn

Tæknilegt gjaldþrot elsta starfandi banka heims, Banca Monte dei Paschi di Siena á Ítalíu, stofnsettur 1472, var tímanna tákn. Í júlí 2012 bað bankinn stjórnvöld um €3,4 milljarða til þess að afstýra yfirvofandi gjaldþroti. Skömmu áður hafði Bankia á Spáni farið á hausinn og beðið um €19 milljarða innspýtingu. Bækur Bankia höfðu sýnt gróða upp á €43 milljónir árið 2011—afrek sem eflaust fékk marga til þess að fjárfesta í ódýrum hlutabréfum bankans—en nú kom í ljós að sá gróði var hreinn uppspuni. Bankia tapaði €3,3 milljörðum 2011. Fór fjármálastjórinn, Aurelio Izquierdos í fangelsi fyrir bókhaldssvindl? Nei, hann fékk greiddan starfslokasamning upp á rúma tvo milljarða íslenskra króna!

meira

Bréf frá framtíðinni—fyrri hluti

29. júní 2012 | Jóhannes Björn

Heimskreppan sem hófst haustið 2008 kraumaði enn rétt undir yfirborðinu sumarið 2012. Þrátt fyrir botnlausan austur helstu seðlabanka heimsins í svarthol bankakerfisins, þá hélt skuldakreppan áfram að naga göt í stoðir hagkerfisins. Eilífar upphrópanir risafjölmiðla (í eigu risafyrirtækja) um betri horfur með blóm í haga, slógu ryki í augu almennings, og fáir gerðu sér grein fyrir hruninu sem nálgaðist óðfluga.

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

13. júní 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn.

Í innleggi kollega ykkar Lilju Mósesdóttur á Facebook fyrr í dag (Afskriftir í nafni mannúðar) segir m.a.:

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

11. júní 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Eftirfarandi samantekt mín varðar tölfræðilegt mat Þjóðmálastofnunar HÍ á samdrætti í landsframleiðslu á árabilinu 2008–2010.

meira

Afstaða Framkvæmda​stjórnar ESB til ákæru ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum

3. júní 2012 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn,

Í frétt á visir.is í dag um afstöðu Framkvæmdastjórnar ESB til ákæru ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum segir m.a.:

meira

Rafrænt gull og raunverulegt

10. apríl 2012 | Jóhannes Björn

Draumur gullgerðarmanna miðalda um að skapa verðmæti úr engu með því að breyta óæðri málmum í gull, rættist að sumu leyti þegar fyrstu seðlabankar heimsins voru stofnaðir. Lengi vel voru seðlabankarnir í einkaeign og þeir lánuðu ríkisstjórnum og venjulegum bönkum miklu meira fjármagn heldur en þeir áttu í gulli eða öðrum verðmætum.

meira

Áróður og raunverulegar hagtölur … framhald

19. mars 2012 | Jóhannes Björn

Þegar tímarit sem ekki sérhæfa sig í peningamálum, eins og t.d. og Time og Newsweek, birta forsíðufréttir um „heitar“ fjárfestingar, þá bendir það venjulega til þess að einhver bóla sé rétt í þann mund að springa. Þannig átti Dow hlutabréfavísitalan að vera á leið til skýjanna (36,000) rétt áður en hún hrundi árið 2000. Skömmu fyrir hrun fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum birtust fleiri en ein forsíðufrétt um „nýtt“ hagkerfi þar sem allir gátu keypt sér þak yfir höfuðið.

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

15. mars 2012 | Gunnar Tómasson

Sakamálara​nnsókn á háttsemi lánastofna​na við gengistryg​gingu krónulána

Ágætu alþingismenn:

Í framhaldi af fyrri tölvupósti mínum um dóm Hæstaréttar í máli nr. 600-2011 leyfi ég mér að framsenda á ykkur eftirfarandi innlegg mitt á Facebook fyrr í dag:

meira

Áróður og raunverulegar hagtölur

12. mars 2012 | Jóhannes Björn

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember og miðað við fréttaflutning (sex stórfyrirtæki eiga 80% allra fréttamiðla í landinu) gæti maður haldið að efnahagslífið sé í mikilli sókn. Atvinnuleysi féll nýlega úr 9% niður í 8,3% og hlutabréfavísitala Dow Jones gælir við 13.000. Allt stigur þetta óneitanlega í stúf við nýlega spá á þessari síðu um 15–25% lækkun á bandaríska markaðinum á þessu ári. Sú spá stendur þó enn og við skulum skoða nokkrar staðreyndir sem útskýra hvers vegna.

meira

Hvað gerist 2012—Seinni hluti

3. febrúar 2012 | Jóhannes Björn

Nútíma peningakerfi, þar sem ákveðið verðgildi er prentað á pappír sem ekki er studdur öðru en loforði um að hann sé löglegur viðskiptamiðill, gengur , fræðilega séð, út á að mæta vaxandi framleiðslu með auknu seðlamagni í umferð. Við getum hugsað okkur lítið þorp sem árum saman hefur hjakkað í sama farinu með svipað peningamagn í umferð. Einn góðan veðurdag er byrjað að reisa álver í plássinu. Mikill fjöldi framkvæmda fylgir slíku dæmi kallar á aukið peningamagn í umferð og það skapar ekki verðbólgu svo lengi sem það eykst í réttu hlutfalli við meiri umsvif í hagkerfinu.

meira

Gunnar Tómasson—maðurinn sem ætti að vera seðlabankastjóri

11. janúar 2012 | Jóhannes Björn

Seðlabanka Íslands er stjórnað af bókstafstrúarfólki sem sífellt endurtekur sömu mistökin. Enginn vottur um sjálfstæða hugsun virðist vera til staðar þegar bankinn bregður fæti fyrir hagkerfið með afdönkuðum íslenskum lausnum eða innfluttum kreddum sem ekkert erindi eiga til landsins.

meira

Hvað gerist 2012?—Fyrri hluti

2. janúar 2012 | Jóhannes Björn

Það er erfitt að spá í hagkerfi sem lýtur ekki lengur eðlilegu lögmáli framboðs og eftirspurnar. Stærstu hagkerfi heimsins eru þessa stundina á öndunarvélum seðlabanka og fjármagnið er hætt að flæða eins og það gerði fyrir aðeins örfáum árum. Neikvæðir raunvextir af sparifé eru víða 4–5%—seðlabankar sem halda stýrivöxtum við núllið gera bönkum kleift að ræna alla sparifjáreigendur jafnt og þétt með hjálp verðbólgunnar—og millibankaviðskipti í Evrulandi eru óveruleg. Á meðan skútan sekkur hlaðast ruslapappírar upp í seðlabönkum heimsins.

meira

Kína blikkar rauðum ljósum

13. nóvember 2011 | Jóhannes Björn

Glundroðinn í Evrópu hefur undanfarið haldið allri athygli fjölmiðla og það hefur verið frekar hljótt um hvert stefnir í Kína. Margt bendir þó til þess að hagkerfið þar um slóðir sé mjög fallvalt og árið 2012 verði ákaflega erfitt. Í mildasta falli eigum við eftir að sjá samdrátt sem tekur hráefnisútflytjendur Ástralíu og Brasilíu með sér í fallinu. Í versta falli mesta fasteignahrun sögunnar og blóðug innanlandsátök sem líklega leiða til falls kommúnistaflokksins.

meira

Aðsend grein: Peningakerfið—rót vandans

29. október 2011 | Valdimar Ágúst

Þau efnahagslegu vandamál sem samfélagið okkar er að berjast við ráðast aðallega af peningaskorti og skuldaofgnótt, frekar en skorti á raunverulegum verðmætum.

Því má segja að efnahagslegir örðugleikar nútímans byggjast að flestu leyti á því hvernig peningum er háttað, sem byggist á grundvallar eiginleikum peningarkerfisins. Kerfið sem snýr að því hvernig peningar eru skapaðir og settir í umferð, hefur innbyggða kerfislega galla.

meira

Viðtal við Egil—23. október 2011

Stríð þar sem allar orrustur hafa tapast

19. október 2011 | Jóhannes Björn

Barátta skuldsettra einstaklinga við íslenska banka- og stjórnmálakerfið er orðin löng. Þótt það væri ekki ljóst á sínum tíma, þá hófst þetta stríð þegar svokölluð einkavæðing bankanna fór fram—þegar fullkomlega óábyrg lánapólitík, sem m.a. átti að bola Íbúðalánasjóði í burtu, varð til þess að fasteignamarkaðurinn þandist út og glataði öllu sambandi við raunveruleikann.

meira

Ræða haldin 26. september á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna

29. september 2011 | Jóhannes Björn

Góðir fundargestir:

Þegar einn færasti sérfræðingur heimsins í bankasvindli, William Black, kom til Íslands eftir hrun, benti hann á að bankar sem ár eftir ár þenjast út meira en 20%–30% séu í eðli sínu Ponzi-bankar og glæpastofnanir. Eðlileg bankastarfsemi býður ekki upp á svona útþenslu. Samkvæmt þessari skilgreiningu voru einkavæddir (svo maður noti kurteislegt orð yfir þetta) íslenskir bankar strax í upphafi Ponzi-bankar. Það er líka spurning hvort nýju bankarnir hafi reynst eitthvað skárri.

meira

Hvað næst?

5. september 2011 | Jóhannes Björn

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu, og þá sérstaklega bréf í bönkum, hafa verið í frjálsu falli upp á síðkastið og vandinn er svo risavaxinn að það má bráðum fara að afskrifa Evruland í sinni núverandi mynd. Úrlausnir sem geta bjargað gjaldþrota ríkjum og fallvöltum bönkum kalla á pólitískar aðgerðir sem ríkari þjóðir á svæðinu geta sennilega ekki framkvæmt.

meira

Næsta bankahrun 4

14. ágúst 2011 | Jóhannes Björn

Kerfisvandinn sem ýtti bankakerfinu yfir hengiflugið haustið 2008 var aldrei leystur. Það voru ofurskuldir sem settu hagkerfi Evrópu og Bandaríkjanna á hliðina. Vandanum var aðeins slegið á frest með því að framleiða miklu meiri skuldir. Þetta voru—og eru enn—skammtímalausnir sem minna á drykkjusjúkling sem heldur timburmönnum í skefjum dag eftir dag með enn meira brennivínsþambi, en á einhverjum tímapunkti hætta allar gervilausnir að virka. Næsta bankahrun er hafið.

meira

Tökum öll þátt í undirskriftasöfnun Hagsmunasamtaka heimilanna

31. júlí 2011 | Jóhannes Björn

Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem krafist er almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar. Það er gífurlega mikilvægt að þjóðin sendi stjórnvöldum skýlaus skilaboð um að óréttlæti lánamála verði ekki lengur þolað.

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til Alþingismanna

16. júlí 2011 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Ég leyfi mér að framsenda á ykkur eftirfarandi punkta um peningamál.

meira

Næsta bankahrun 3

4. júlí 2011 | Jóhannes Björn

Það var súrrealísk augnablik þegar gríska þingið samþykkti neyðarskilmála erlendra kröfuhafa. Táragasstybbuna lagði langt frá þinghúsinu, sem líktist meira vígvelli en virðulegri embættismannastofnun, og erlendir fréttamenn fluttu gleðitíðindin með sérstök gleraugu á nefinu til þess að verja augun fyrir eitrinu. Markaðir út um allan heim fögnuðu og evran styrktist … í augnablikinu.

meira

Næsta bankahrun 2

18. júní 2011 | Jóhannes Björn

Almennar umræður í tengslum við bankakreppuna benda til að fjöldi fólks geri engan greinamun á venjulegum skuldum og skuldum sem bankakerfið stofnar til. Venjulegir einstaklingar (eða fyrirtæki) sem lána verðmæti verða fyrst að afla sér þessara verðmæta, en bankakerfið er hins vegar í þeirri einstöku aðstöðu að geta lánað peninga sem eru búnir til úr engu. Sparifé sem lagt er inn í bankakerfið hjálpar til við að þenja út blöðruna, en það hefur, tæknilega séð, ekkert með útlán að gera.

meira

Næsta bankahrun

16. júní 2011 | Jóhannes Björn

Vitnisburðurinn var vægast sagt vandræðalegur. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sat fyrir svörum þingnefndar sumarið 2009 og fór stanslaust rangt með staðreyndir. Seðlabankinn hafði lánað evrópskum bönkum $550 milljarða—sem var svimandi upphæð, sama og samanlögð þjóðarframleiðsla Svíþjóðar og Danmerkur árið 2009, en bankastjórinn sagðist ekki muna hvert peningarnir fóru! Enn furðulegri var staðhæfing hans um að hækkandi gengi dollarans á sama tímabili og peningamoksturinn átti sér stað hefði verið tilviljun, en orsakasamhengið þarna á milli var borðliggjandi. Loks gaf hann í skyn að peningarnir hefðu aðeins runnið til annarra seðlabanka, en skjöl sem seðlabankinn neyddist síðar til þess að birta eftir málsókn sýndu að einkabankar gengu líka í sjóðinn. Stórtækastur var belgískur banki, Dexia, sem fékk yfir $30 milljarða. Vegna ástandsins í PIGS-löndunum hefur lítið borið á þeirri staðreynd að belgíska bankakerfið er í mjög vondum málum.

meira

Yfirlit

11. maí 2011 | Jóhannes Björn

Það verður ekkert nýtt á þessari síðu fyrr en í byrjun júní. Væntanlega birtast greinar eftir það með styttra millibili en verið hefur.

Margt bendir til þess að hagkerfi heimsins sé aftur að fara í gegnum svipaða kreppu og haustið 2008. Óeðlilegar sveiflur á góðmálmum, olíu og gjaldmiðlum eru til marks um að eitthvað óeðlilegt kraumar rétt undir yfirborðinu. Grikkland er gjaldþrota og þýskir bankar verða bráðlega að afskrifa háar upphæðir. Portúgal og Írland eru tæknilega gjaldþrota. Bandaríski seðlabankinn hefur verið að kaupa 70% skulda ríkisins og hver á að fjármagna þessar skuldir þegar bankinn neyðist til þess að hægja á peningaframleiðslunni?

meira

Dear People of Iceland

2. apríl 2011 | John Zufelt

I was pleased to talk to my Icelandic friend today as we had not talked in a while. He was sad because he believes the people of Iceland might vote to accept the European debt. My response was, "if you accept the debt, it is the death of Iceland. Your island, and your heritage will become the property of the global bankers. This is very serious, why would the people of Iceland do such a thing?"

meira

Gjaldmiðlar í vandræðum … framhald

26. mars 2011 | Jóhannes Björn

Kerfi sem stenst ekki í grundvallaratriðum er oft eins og skip sem byrjar að taka ranga stefnu. Í byrjun ber ekki mikið á mistökunum, en því lengra sem skipið siglir verður skekkjan augljósari. Evrópusambandið er byggt upp á forsendum sem standast ekki og brotalamir kerfisins verða því augljósari með hverjum deginum sem líður.

meira

Langavitleysan Icesave

22. mars 2011 | Jóhannes Björn

Þrátt fyrir endalausar vangaveltur um Icesave hefur nokkrum lykilspurningum aldrei verið svarað. Það er t.d. alveg óskiljanlegt að glæpaklíkan skuli hafa fengið grænt ljós til þess að leggja út í þessa starfsemi og viðbrögð ráðamanna strax eftir hrun eru jafnvel enn einkennilegri. Hvað vantar í þessa mynd sem gerir hlutina skiljanlega?

meira

Gjaldmiðlar í vandræðum

18. mars 2011 | Jóhannes Björn

Þegar litið er til næstu tveggja ára eða skemmri tíma, þá er nokkuð öruggt að þrír áhrifamestu gjaldmiðlar heimsins í dag—jenið, dollarinn og evran—eiga allir eftir að lenda í miklum vandræðum. Það er ekki útilokað að dollarinn tapi stöðu sinni sem viðmiðunargjaldmiðill á þessu tímabili.

meira

Íslenska stjórnmálastéttin er siðlaus

28. febrúar 2011 | Jóhannes Björn

Bráðum verða liðin tvö og hálft ár frá hruni og við getum farið að gera okkur nokkuð góða grein fyrir aðgerðum stjórnvalda, hvernig tekið hefur verið á málunum og hvernig framtíðasýnin lítur út. Í stuttu máli þá hefur fjórflokkurinn algjörlega brugðist. Verk frekar en blaður stjórnmálastéttarinnar sýna líka að hún er siðlaus.

meira

„Gerum þau höfðinu styttri“ … framhald

11. febrúar 2011 | Jóhannes Björn

Vesturlönd og Arabaheimurinn sitja á púðurtunnu sem er byrjuð að fuðra upp. Gífurlegt atvinnuleysi fólks á aldrinum 16 til 30 ára—kynslóðar sem er hlutfallslega mjög vel upplýst og í stöðugu sambandi í gegnum internetið—hefur magnað upp reiði sem er byrjuð að krauma á yfirborðinu. Það má að stórum hluta rekja byltinguna í Túnis, væntanlegt fall Mubaraks í Egyptalandi og óeirðir víða í Evrópu til ungs fólks. Grasrótin í Túnis og Egyptalandi lagði grunn andófsins á Facebook, Twitter og YouTube.

meira

„Gerum þau höfðinu styttri“

26. janúar 2011 | Jóhannes Björn

Evrópa logar og ríkisstjórnir virðast fallvaltar. Allir nema bankaelítan og pólitíska yfirstéttin verða að herða sultarólina og halda fram að borga fyrir mistök fjárglæframanna. Þótt þjóðargjaldþrot nokkra ríkja sé óhjákvæmilegt þá er haldið áfram að pína almenning og skera miðstéttina niður við trog. Hvenær kemur virkilega kröftugt bakslag? „Gerum þau höfðinu styttri,“ hrópuðu reiðir nemendur í London þegar hópur mótmælenda rakst af tilviljun á lúxusbíl kóngafólksins. Kannski var það fyrirboði um það sem koma skal.

meira

Efnahagsbati eða kreppa 2011? … framhald

28. desember 2010 | Jóhannes Björn

Kínverska kerfið er fast í vítahringi þar sem stigvaxandi peningamokstur skilar sífellt minni hagvexti. Ný lán í umferð fara í meira mæli í að fjármagna fasteignabrask og aðrar spekúlantsjónir frekar en að byggja upp arðbæra framleiðslu. Fasteignabólan í Kína er blátt áfram ótrúleg.

meira

Efnahagsbati eða kreppa 2011?

12. desember 2010 | Jóhannes Björn

Þegar hagkerfi heimsins hrundi haustið 2008 kom berlega í ljós hvaða aðilar halda raunverulega í valdataumana. Atburðarásin sýndi glöggt að þeir einstaklingar sem leiddir eru til valda í lýðræðislegum kosningum ráða ósköp litlu þegar mikið liggur við. Þegar virkilega á reyndi gat peningaelítan gert sér lítið fyrir og rétt fólkinu tap upp á trilljónir—án þess að þurfa að breyta um lífsstíl í eina mínútu.

meira

Bankaelítan rúllar yfir írskan almenning

28. nóvember 2010 | Jóhannes Björn

Fréttaflutningur er oft með ólíkindum. Þegar íslenskir fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um nýjar lánalínur til Írlands voru orð eins og „aðstoð“ og „hjálp“ býsna áberandi. Helst mátti skilja þessar fréttir þannig að stofnanir ESB væru að rétta írskum almenningi hjálparhönd með því að bjarga bankakerfi landsins. Þessi túlkun er eins fjarri sannleikanum og hugsast getur.

meira

Peningagaldur—The Money Scam

16. nóvember 2010 | Jóhannes Björn

Fólk almennt á mjög erfitt með að skilja hvernig bankakerfið getur framleitt peninga úr engu með bókhaldsaðferðum. Nú hefur fyrrverandi bankastjóri á eftirlaunum sett myndskeið á netið sem útskýrir á mjög einfaldan hátt hvernig þessi töfrabrögð ganga fyrir sig. Til þess að skilja útskýringar bankastjórans enn betur gæti verið gagnlegt að renna fyrst yfir nokkrar línur sem eru teknar úr áttunda kafla bókarinnar Falið vald, sem var skrifuð 1979. Eina sem hefur breyst síðan þá er að bankakerfið getur galdrað fram miklu meira fjármagn með afleiðuviðskiptum, gjaldmiðlaflakki og öðru slíku.

meira

Ríkið og útgáfa peninga

2. nóvember 2010 | Jóhannes Björn

Virg Bernero borgarstjóri Lansing, Michigan, sigraði tilnefningu Demókrata til ríkisstjóra Michigan. Það gerir að verkum að banki í eigu fylkisins er nú raunverulegur möguleiki. Bernero er einn af að minnsta kosti tylft kandídata sem hvetur til lausnar af því tagi gegn slæmu efnahagsástandi. Það er framsækin hugmynd án tíðra fordæma í bandaríkjunum. Það vill svo til að Norður Dakota, sem er eina fylkið sem rekur sinn eigin banka, er líka eina fylkið sem státar af afgangi í rekstrinum, og þar er atvinnuleysi minnst í landinu; en þeir sem efast geta haldið því fram að þessi góða staða sé tilviljun. Frekari gögn þarf og sem betur fer eru til fordæmi úr öðrum löndum.

meira

Setti Seðlabankinn Ísland á hausinn?

27. október 2010 | Jóhannes Björn

Eitt lykilatriði sem Gunnar Tómasson hefur bent á í sambandi við hrunið hefur ekki fengið nægjanlega umfjöllun: Seðlabankinn braut sennilega lög þegar hann frestaði gjaldþroti bankanna um a.m.k. tvö ár.

meira

Viðtal við Egil—24. október 2010

Viðtal á Útvarpi Sögu—23. október 2010

Tvö ár … töpuð tækifæri

11. október 2010 | Jóhannes Björn

Tvö ár frá hruni og lítið sem ekkert hefur verið gert nema slá skjaldborg um kvótakónga og gangstera í bankakerfinu. Pólitísku skussunum hefur þó tekist að beina umræðunni í þann afstæðan farveg, að það sé eðlilegt að bjarga liðinu sem setti landið á hausinn á meðan endalaust sé reiknað út hvernig þolendur glæpsins skuli píndir. Hlutirnir gætu ekki verið öfugsnúnari.

meira

Lífeyrissjóðir á villigötum

28. september 2010 | Jóhannes Björn

Gamla bankakerfið, sem illu heilli var einkavætt samkvæmt pólitískri forskrift, var versta slys íslenskrar fjármálasögu. Lífeyrissjóðakerfið er lítið betra klúður. Þarna sitja kerfiskarlar, oft áratugum saman, og braska með annarra manna peninga. Kerfið er byggt þannig upp að fólkið sem borgar inn í sjóðina hefur í raun sáralítil áhrif á hvernig farið er með peningana og pólitíska valdið í landinu hefur gjörsamlega brugðist. Siðaðar þjóðir láta eftirlaunasjóði starfa samkvæmt mjög stöngum reglum, en íslenska kerfið minnir miklu meira á brask áhættusjóða sem skrá sig á aflandseyjum.

meira

Hindenburg fyrirboðinn

12. september 2010 | Jóhannes Björn

Menn sem vinna við að kaupa og selja hlutabréf hafa alla tíð reynt að búa til kerfi eða algórytma sem gefa þeim forskot á samkeppnina. Frekar en að liggja yfir ársskýrslum og öðrum upplýsingum sem varpa ljósi á stöðu einstakra fyrirtækja, þá smíða þessir aðilar tæknileg kerfi sem spá í sveiflur, tímabil og annað í þeim dúr. Eitt tæknilegt kerfi, Hindenburg fyrirboðinn, byrjaði að blikka rauðum aðvörunarljósum um miðjan ágúst og spáði gífurlegu hruni hlutabréfa á einhverjum tímapunkti, sennilega innan 40 daga eða eitthvað lengri tíma.

meira

Kínverska ofurbólan

31. ágúst 2010 | Jóhannes Björn

Það er talað um fasteignabólu þegar verð á húsnæði hækkar miklu meira en meðaltekjur fólks sem hefur áhuga á að kaupa sér þak yfir höfuðið. Markaðurinn er þá fullur af spákaupmönnum sem braska með fasteignir gagngert til þess að græða. Þeir líta á híbýli fólks sem fjárfestingu og ekkert annað. Bólumarkaður er fjármagnaður með lánum sem að stórum hluta er ekki hægt að endurgreiða nema verðið haldi áfram að hækka. Þess vegna hjaðna fasteignabólur aldrei í rólegheitum—þær springa með látum þegar vitleysan keyrir um þverbak.

meira

Peningakerfið gengur ekki upp

19. ágúst 2010 | Jóhannes Björn

Þessa dagana er mikið fjallað um „tvöfalda dýfu“ eða hættuna á að hagkerfi heimsins sé að sigla inn í nýja efnahagslægð. Þetta eru léttvægar bollaleggingar í ljósi þess að hagkerfið hefur verið í samfelldri niðursveiflu í yfir tvö ár og þessi svokallaða uppsveifla var aldrei neitt annað en auglýsingaskrum. Það sem raunverulega fer hér fram er að bankaelítan er að reyna að réttlæta glæp. Hún setti hagkerfi heimsns á hausinn og tæmdi síðan ríkissjóði margra landa með hjálp spilltra stjórnmálamanna. Núna er þjófnaðurinn auglýstur sem góð hagfræði og aðgerð sem bjargaði heiminum frá enn verri kreppu.

meira

Gull … framhald

2. ágúst 2010 | Jóhannes Björn

Samkvæmt BrettonWoods samkomulaginu frá 1944 var gengi Bandaríkjadals fest við gull og hver únsa kostaði $35. Seðlabankar utan Bandaríkjanna gátu skipt dollurum fyrir gull á ákveðnu verði og hugmyndin með þessu kerfi var að koma í veg fyrir óeðlilega mikla eða einhliða peningaframleiðslu einstakra ríkja, t.d. vegna þráláts ríkis- eða viðskiptahalla. Í þessu kerfi var dollarinn einfaldlega staðgengill gulls.

meira

Ungverjaland mætir mafíunni

25. júlí 2010 | Jóhannes Björn

Þegar löndin austan gamla járntjaldsins fengu sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna voru hagkerfi þeirra í alla staði mjög aftarlega á merinni. Framleiðslutæknin var úrelt og allt skipulag í ólestri eftir áratuga miðstýringu og spillingu. Í auðninni glóði þó einn geimsteinn, fasteignamarkaðurinn, sem var svo gott sem skuldlaus. Erlendir spekúlatar voru mjög fljótir að stökkva á hann. Á sama tíma lögðu undir sig tryggingfélög landanna.

meira

Gull

19. júlí 2010 | Jóhannes Björn

Síðan íslenska bankakerfið hrundi og tók krónuna með sér í fallinu hefur umræða um gull og hugsanlega gulltryggingu gjaldmiðilsins verið nokkuð áberandi. Þessi umfjöllun hefur á köflum verið býsna ruglingsleg, sem bendir til þess að sumir sem hafa tjáð sig um málið hafi ekki kynnt sér sögulegt hlutverk góðmálma nógu vel. Eða hvernig gull tengjast tæknilegum hliðum nútíma peningakerfisins. Hnattvæðingin í sinni núverandi mynd—algjörlega stjórnlaust klúður sem örfáir hagsmunaaðilar hafa grætt mest á—hefði t.d. verið óhugsandi ef gullmyntfóturinn (tenging dollara við gull) hefði ekki verið afnuminn 1971.

meira

Hver stjórnar Íslandi?

5. júlí 2010 | Jóhannes Björn

Allar götur síðan hagkerfið hrundi haustið 2008 hafa ráðamenn þjóðarinnar verið ótrúlega úrræðasnauðir og allt að því lamaðir. Þeir hafa muldrað eitthvað um aðsteðjandi aðgerðir og ásetning um að slá skjaldborg um heimilin, en verkin hafa aldrei verið látin tala. Þetta aðgerðaleysið hefur verið bæði siðlaust og glæpur gagnvart tugþúsundum einstaklinga sem eru að sökkv—a í skuldafenið.

meira

Gunnar Tómasson: Bréf til forsætisráðherra

30. júní 2010 | Gunnar Tómasson

Hæstvirtur forsætisráðherra.

"Þótt tímabundin óvissa ríki um endanlega niðurstöðu dómstóla er mikilvægt að stöðuleiki á fjármálamarkaði verði áfram tryggður," segir í upphafi yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um þau fyrirmæli sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið gaf fjármálastofnunum í dag að höfðu samráði við þær um viðbrögð við úrskurði Hæstaréttar um gengisbindingu höfuðstóls krónulána.

meira

The coming global crash and what could happen [John Zufelt]

26. júní 2010 | John Zufelt

The world is going broke—becoming bankrupt from debt. Debt that can never be repaid.

meira

Hvert stefnir hagkerfi heimsins?

18. júní 2010 | Jóhannes Björn

Ástandið er farið að minna óþægilega mikið á stöðuna eins og hún var haustið 2008. Bankar, aðallega í Evrópu, hanga á horriminni og skrimta aðeins vegna þess að seðlabankar kaupa af þeim rusl. Millibankalán eru að dragast saman og lánalínur yfir höfuð að þrengjast eða lokast. Ríkissjóðir margra landa eru tæknilega gjaldþrota.

meira

Viðtal á hjariveraldar.is—24 maí 2010

The coming global crash and what could happen [John Zufelt]

21. maí 2010 | John Zufelt

A great site that you can join for free is chrismartensen.com., and I strongly recommend people watch Chris's, "Crash Course" to get an oveßrview of what is happening in the world and how to prepare for it (http://www.chrismartenson.com/crashcourse).

The following is an excerpt from one of Chris's recent articles that we might be getting very close to a massive collapse, far greater than was seen in 2008, and what things may well happen (as in bank failures, the freezing of bank assets, collapse of food delivery systems and more).

meira

Viðtal við Egil—9 maí 2010

Everyone's Going Bankrupt—all according to plan [John Zufelt]

3. maí 2010 | John Zufelt

If we look at the recent headlines of virtually any financial publication we'd care to pick up, we are swamped with information about debt defaults, credit rating downgrades, and the necessity for government cut-backs, that public benefits for the people like health care, education and pensions must be reduced in order for the country to borrow more money. How can it be that every country is going bankrupt at the same time?

meira

Þegar stórveldi falla 3

28. apríl 2010 | Jóhannes Björn

Stórveldi falla þegar þau teygja sig of langt, innra siðferði dvínar og þjóðarauðurinn safnast á of fáar hendur. Stórveldi komast sjálfkrafa í þá aðstöðu að framleiða gjaldmiðil sem hefur greiðan aðgang að öllum mörkuðum og þau undantekningalaust notfæra sér þau forréttindi í allt of ríku mæli. Það er óskaplega þægilegt að geta prentað stórar fúlgur árum saman til þess að greiða fyrir styrjaldarekstur og annað sem raunverulega er enginn peningur fyrir, en þegar skuldadagarnir renna upp eru afleiðingarnar blátt áfram skelfilegar. Þegar sterlingspundið datt úr hásætinu 1944, og glataði stöðu sinni sem viðmiðunargjaldmiðill, hófst skeið 40 ára efnahagslægðar í Bretlandi.

meira

Þegar stórveldi falla 2

11. apríl 2010 | Jóhannes Björn

Margir líta á það sem sjúklega tortryggni eða í besta falli samsæriskenningu þegar því er haldið fram að erlend öfl hafi fullan hug á að komast yfir auðlindir landsins—t.d. orkuna, fiskinn og vatnið—og þessir sömu öfl vilji hamra járnið á meðan það er heitt og notfæra sér íslenska bankahrunið í þeim tilgangi. Menn sem ekki hafa kynnt sér viðskiptasögu heimsins eru oft ótrúlega bláeygðir.

meira

Þegar stórveldi falla

26. mars 2010 | Jóhannes Björn

Það er að verða nokkuð ljóst að draumurinn um eitt risastórt myntsvæði Evrópu getur ekki ræst. Svo lengi sem PIGS-löndin—Portúgal, Ítalía, Grikkland og Spánn—neyðast til þess að nota dýra evru verða þau ekki samkeppnisfær við ríki norðar í álfunni. Þetta fyrirkomulag gekk á meðan bankakerfi heimsins mokaði peningum í allar áttir, en brotalamirnar komu strax í ljós þegar kerfið skall í baklás.

meira

Game Score: Iceland: 1, Global Bankers: 0. Round Two Begins! [John Zufelt]

22. mars 2010 | John Zufelt

Have you noticed how militarized the world is becoming? In America, the Department of Homeland Security (DHS), a relatively new level of police enforcement, has a budget larger than the country's education system. As State after State becomes bankrupt and thousands of teachers and civil servants get fired, DHS enjoys ever greater amounts of money.

meira

Biðin langa

17. mars 2010 | Jóhannes Björn

Annað hvort eru Íslendingar upp til hópa þolinmóðasta fólk jarðkringlunnar eða þeir skilja ekki einföldustu leikreglur samfélags sem byggir á lýðræði. Allt frá haustdögum 2008 hefur sauðsvartur pöpulinn verið að bíða eftir einhverjum aðgerðum. Bíða og vona að raunhæfar skuldbreytingar sjái loks dagsins ljós. Bíða eftir skjaldborginni. Bíða eftir að glæpagengið sem setti landið á hausinn gangi fyrir dómara. Og svo er það auðvitað biðin og vonin um að fá að sjá rannsóknarskýrslu sem kerfið hefur mánuðum saman haldið rétt utan seilingar.

meira

Aðsend grein eftir John Zufelt

13. mars 2010 | John Zufelt

Congratulations Iceland on sending a strong message to the global banksters and your own politicians!!!

Yet, if history is a guide, the banksters have only just begun to fight, and now will come the true test of your politicians—if they will follow the will of the people or not.

meira

A Pre-referendum documentary [John Zufelt]

22. febrúar 2010 | John Zufelt

There is an important pre-referendum documentary every Icelander, and indeed, every person on the planet should watch. It is for anyone who is not 100% certain of what is happening in the world-wide financial arena, as well as what the 'end game' is for us, the middle-class sheeple.

meira

Fallvalt kerfi

14. febrúar 2010 | Jóhannes Björn

Það er alltaf vissara að fylgjast betur með hvað menn eru að bauka frekar en hvað þeir segja. Þegar Goldman t.d. seldi ruslabréf út um allan heim hrósaði fyrirtækið þessum skuldabréfavafningum upp í hástert. En á sama tíma var önnur deild Goldman að græða stórfé með skortsölum á þessum sömu pappírum. Fyrirtækið veðjaði á móti viðskiptavinum sínum. Nú virðist þessi saga vera að endurtaka sig hjá öðrum banka. Talsmenn Citibank spá glimrandi hagvexti næstu misserin, en á sama tíma er afleiðudeild bankans að búa til nýja gerð pappíra sem veðja á nýtt hrun.

meira

Gunnar Tómasson—Aðsend grein

12. febrúar 2010 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Ágreiningur Kristrúnar Heimisdóttur og Indriða H. Þorlákssonar um staðreyndir Icesave-málsins gefur tilefni til athugunar á gögnum málsins varðandi „forfjármögnun" Breta á endurgreiðslum til eigenda Icesave innstæðureikninga.

meira

Orð skulu standa [aðsend grein eftir John Zufelt]

5. febrúar 2010 | John Zufelt

I am told in English this means, 'Words shall stand" or perhaps, 'honour your promise'.

We have similar sayings: 'A promise made is a debt unpaid' and 'Stand by your word', are two popular ones.

Breaking a promise is a serious matter. Bankers know this and they are counting on your own guilt as their greatest weapon.

I have a little story for you as you contemplate the upcoming referendum.

meira

Maybe I should have—fantagóð kvikmynd

3. febrúar 2010 | Jóhannes Björn

Okkur ber öllum skylda til þess að komast til botns í hvernig hagkerfi landsins hrundi og krefjast þess í framhaldinu að breytt regluverk komi í veg fyrir að rugl síðustu ára endurtaki sig í framtíðinni. Kvikmyndin Maybe I should have fjallar um flestar hliðar þessa svindls sem spannar hálfa jarðkringluna. Mikilvægast er þó kannski að myndin vottfestir um allan aldur hvernig venjulegt vinnandi fólk—saklausir áhorfendur—komu út úr þessu hræðilega klúðri.

meira

Viðtal við Egil—24. janúar 2010

Ræða á Austurvelli 23. janúar 2010

23. janúar 2010 | Jóhannes Björn

Góðir fundargestir,

Það er deginum ljósara að pólitíska yfirstéttin og peningaelítan sem stýrir fjórflokknum tóku snemma hruns þá ákvörðun að fórna skuldsettum heimilum landsins. Þetta var gert á meðan skjaldborg var slegin um fjármagnseigendur og glæpaliðið sem setti landið á hausinn.

meira

Jóhannes Björn—Maybe I should have—20. janúar 2010

Horfurnar—3

14. janúar 2010 | Jóhannes Björn

Harka Svía og Dana gagnvart Íslandi í tengslum við IceSave deiluna hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir, en ástæðan fyrir henni er mjög líklega sú að danskir og sænskir bankar hafa lánað stórfé bæði til Eystrasaltslandanna og Írlands. Ef Ísland fer dómstólaleiðina og vinnur málið, skapast frá þeirra sjónarhóli slæmt fordæmi og óvissa um lánin.

meira

Horfurnar—2

8. janúar 2010 | Jóhannes Björn

Ráðamenn í mörgum löndum gera sér fulla grein fyrir að hagkerfi heimsins hangir á horriminni. Svört ský hrannast upp við sjóndeildarhringinn og þess vegna hampa þeir öllum hagtölum, góðum sem vondum, í þeirri von að hópsálin herði aðeins á neyslunni. Aukin neysla, borguð með meiri skuldum, getur hins vegar aldrei eytt kreppu sem bankakerfið steypti heiminum í með óhóflegri framleiðslu skulda.

meira

Horfurnar 2010—fyrsti hluti

30. desember 2009 | Jóhannes Björn

Flest bendir til þess að árið 2010 verði með afbrigðum örlagaríkt. Þá kemur í ljós hvort hagkerfi heimsins nær að klóra sig út úr kreppunni eða hvort atburðarásin frá 1929–1939 er að endurtaka sig. Kreppan dýpkar ef eitt eða fleiri ríki lýsa yfir gjaldþroti, peningabólan í Kína springur, alþjóðlegur stórbanki riðar til falls, fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum byrjar aftur að lækka hratt eða vextir hækka verulega á heimsmarkaði.

meira

Gunnar Tómasson—Bréf

5. desember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 segir m.a. (5. gr. laganna orðast svo):

meira

Hákarlarnir blómstra

4. desember 2009 | Jóhannes Björn

Fyrst var efnahag tugþúsunda Íslendinga rústað, síðan hefur ástandið haldið áfram að versna með hverjum deginum sem líður—og nú virðast síðustu hálmstráin vera að fjúka út í buskann. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur stillt kompásinn og komist að þeirri niðurstöðu að lán í íslenskum krónum, tryggð og umreiknuð í erlendri mynt, séu fullkomlega lögleg. Þetta eru vægast sagt hörmuleg tíðindi og slæmur fyrirboði um það sem koma skal.

meira

Gunnar Tómasson—Bréf

1. desember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

AGS lét svo ummælt í skýrslu sinni um Ísland í nóvember 2008 að „þótt unnt væri að minnka erlendar skuldir og ábyrgðir hins opinbera í um 49 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2013 með ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum, þá væri það hlutfall samt hátt miðað við almenn viðmið varðandi erlenda skuldastöðu.” Það var mat AGS að „hætta fælist í hinni miklu erlendu skuldsetningu/ábyrgðum) hins opinbera og meðfylgjandi greiðslubyrði” (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf, bls. 18).

meira

Ímynduð uppsveifla … framhald

26. nóvember 2009 | Jóhannes Björn

Þótt peningafúlgum er samsvara þúsundum milljarða dollara hafi verið mokað í bankakerfi nokkra landa og sumir seðlabankar hafi fjármagnað endurkaup ruslabréfa upp á enn hærri upphæðir, þá telur IMF að helmingur tapsins sé enn falið í bókhaldi bankanna. Þetta er bagalegt vegna þess að nú er búið að eyða öllu púðrinu í það eitt að viðhalda sjúku bankakerfi—frekar en að gera það upp og endurselja—og því verður fátt um fína drætti þegar næsta umferð krísunnar byrjar.

meira

Icesave frumvarpið og Brussel viðmiðin—eftir Gunnar Tómasson

24. nóvember 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009 felst höfnun af hálfu ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands á Brussel viðmiðunum frá 14. nóvember 2008 þar sem slegin var skjaldborg um endurreisnarmöguleika íslenzka hagkerfisins á komandi tíð.

meira

Gunnar Tómasson fær umsögn tveggja heimsfrægra hagfræðinga um stöðu Íslands:

19. nóvember 2009 | Gunnar Tómasson

Statement to our friends in Iceland—James K. Galbraith and William Black

meira

Bréf Gunnars Tómassonar til Alþingismanna

13. nóvember 2009 | Gunnar Tómasson

Það eru margar hliðar á skuldastöðu Íslands, þ.m.t. afstaða allra stjórnvalda og stofnana á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum til viðfangsefnisins. Mats Josefsson benti á eina hlið vandans á ráðstefnu Capacent Glacier á Grand Hóteli í fyrradag (11. nóv.)—skort á pólitískri ákvarðanatöku af hálfu íslenzkra stjórnvalda, og taldi vera ástæðu þess að viðreisnin tæki lengri tíma en ella.

meira

Viðtal á hjariveraldar.is—12. október 2009

Ímynduð uppsveifla

11. nóvember 2009 | Jóhannes Björn

Sjaldan hafa hlutabréfamarkaðir heimsins verið í verra jarðsambandi við raunveruleikann. Á sama tíma og atvinnuleysi eykst og ráðstöfunartekjur heimilanna rýrna, auglýsa sölumenn á verðbréfamörkuðum væntanlega uppsveiflu og miklu hærra verð hlutabréfa. Þetta er farið að minna á gamlan brandara sem stundum er sagður um hagfræðinga.

meira

Bankar með betlibauk

6. nóvember 2009 | Jóhannes Björn

Breskir skattgreiðendur byrjuðu líðandi viku með því að ausa peningum í Royal Bank of Scotland [RBS] og Lloyds—eina ferðina enn. Í þetta skipti runnu 40.000 milljónir sterlingspunda í svartholið ásamt ríkistryggingu sem dekkaði 282 milljarða punda af eitruðum lánum.

meira

Rannsóknarréttur fólksins

29. október 2009 | Jóhannes Björn

Stjórnsýsla íslenska lýðveldisins einkennist af pukri og launhyggju. Þessi hræðilega hefð hófst þegar völdum gæðingum úr röðum vissra stjórnmálaflokka var úthlutað einokunaraðstöðu á Miðnesheiði og víðar þar sem hægt var að mjólka bandaríska herinn. Þetta fyrirkomulag myndaði fljótlega ákveðinn kúltúr launhyggju, sem alla tíð síðan hefur legið eins og mara á þjóðinni.

meira

Gunnar Tómasson—Bréf

27. október 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.

meira

Gunnar Tómasson—Svar

22. október 2009 | Gunnar Tómasson

Háttvirtur alþingismaður Birgitta Jónsdóttir.

Þú spyrð hvernig ég túlki „svör Mark Flanagan varðandi skuldastöðu okkar—að við munum ekki eiga í vandræðum með þessa miklu skuldastöðu.”

meira

Gunnar Tómasson—Bréf til Alþingismanna

20. október 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Hér er mat mitt á því hvert stefnir í málefnum Íslands—og ég bið forláts á því að tala hreint út:

1. Að óbreyttu mun Seðlabanki Íslands nota lánsfjármagnaðan gjaldeyrisvarasjóð til að stabílisera gengi krónunnar þegar höftum er aflétt og eigendur nokkur hundruð milljarða innilokaðra króna umbreyta þeim í gjaldeyri.

meira

Aðsteðjandi greiðsluþrot [Grein eftir Gunnar Tómasson]

18. október 2009 | Gunnar Tómasson

Íslenzka þjóðarbúið er með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50–60% af VLF sem Harvard prófessor og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera „mjög erfiða” viðureignar, og tvöföld þau 100–150% af VLF sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við.

meira

Um fáránleika verðtryggingar [Aðsend grein frá Vilhjálmi Árnasyni]

2. október 2009 | Vilhjálmur Árnason

Það er ótrúlegt að það hafi liðið svo mörg ár á Íslandi þar sem verðtryggingu er viðhaldið í því formi sem hún er í dag. Saga verðtryggingar er sorgarsaga þar sem alþingismenn virðast hafa farið á stað með lagasetningu sem var ekki fullhugsuð og svo afskræmt hana.

meira

Raunverulegar skuldir og óraunverulegar

1. október 2009 | Jóhannes Björn

Margir Íslendingar tala um skuldbindingar þjóðarinnar gagnvart Bretum og Hollendingum eins og hér sé siðferðismál á ferðinni. Það er vissulega virðingarvert þegar þjóðir eða einstaklingar kappkosta að standa í skilum, en í þessu tilfelli er málið ekki alveg svo einfalt.

meira

Áframhaldandi okurvextir

25. september 2009 | Jóhannes Björn

Seðlabankinn heldur áfram að reka nagla í líkkistuna. Á meðan flest fyrirtæki á Vesturlöndum hafa aðgang að ódýrum peningum—og ekki veitir þeim af á þessum krepputímum—þá verða helsærð fyrirtæki á Íslandi að borga yfir þriðjung veltunnar í okurvexti. Aðeins hagfræðingum á framfæri ríkisins dettur til hugar að reyna að láta slíka formúlu ganga upp. meira

Markaðir á refilstigum

21. september 2009 | Jóhannes Björn

Þegar fasteignabólan var að ná hámarki 2007 sagði seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, að hún hefði sáralítil áhrif á hagkerfið sem slíkt. Ruslabréfin voru heldur ekkert sérstakt áhyggjuefni þegar þau flutu upp á yfirborðið og bankakerfið var stöðugt, sagði seðlabankastjórinn, skömmu áður en Lehman fór á hausinn. Núna segir þyrlu-Ben að kreppan sé mjög líklega yfirstaðin.

meira

Næsta bylting

14. september 2009 | Jóhannes Björn

Mannkynið hefur upplifað nokkrar byltingar á sviði upplýsingatækni og í hvert skipti hefur heimurinn gjörbreyst. Þéttbýliskjarnar þróuðust eftir að menn komust upp á lag með að skrá nauðsynlegar heimildir um eignarrétt og annað. Í borgum Súmera var ótrúlega flókið regluverk “skjalfest” (grafið á steinsívalninga sem var rúllað á mjúkum leir þegar menn vildu lesa innihald þeirra) fyrir yfir 5000 árum.

meira

Sjálfvirk tortíming

6. september 2009 | Jóhannes Björn

Landshöfðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi getur slakað á því eyðilegging hagkerfisins er komin í fastann farveg og kerfið sér sjálft um að koma auðlindum landsins á brunaútsölu. Vinnubrögð AGS koma ekkert á óvart—stofnunin hefur endurtekið þennan leik út um allan heim í marga áratugi—en vanhæfni íslenskra stjórnvalda virðist vera furðu takmarkalaus.

meira

Raunveruleikinn nálgast

31. ágúst 2009 | Jóhannes Björn

Það er hætt við að haustið verði ekki fallegt á fjármálamörkuðum heimsins. Auglýsingaherferðin sem byrjaði í mars—samstilltur kórsöngur fjölda aðila um endalok kreppunnar—hefur hækkað hlutabréf um allan heim, en nú eru grundvallarstaðreyndir málsins byrjaðar að síast inn hjá vaxandi fjölda einstaklinga og meiriháttar leiðrétting blasir við.

meira

Þjóðarskömm

26. ágúst 2009 | Jóhannes Björn

Síðustu þrjár ríkisstjórnir Íslands hafa algjörlega brugðist. Sú sem stjórnaði á árunum fyrir bankahrunið brást glæpsamlega. Eftirlit með fjármálamörkuðum var sama og ekki neitt og alls konar fígúrur komust upp með að þurrausa sjóði landsmanna. Samkvæmt reglum sem allar siðmenntaðar þjóðir starfa samkvæmt þá voru þetta ekki viðskipti. Þetta var ekkert annað en skipulagður þjófnaður.

meira

Nýtt bréf til Alþingismanna—Gunnar Tómasson

24. ágúst 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Í Icesave lánasamningi Bretlands og Íslands segir m.a.:

„Breski tryggingasjóðurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda samkvæmt lögum nr. 98/1999 og í staðinn hafa þessir innstæðueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingasjóðnum þessar kröfur.”

meira

Nýtt bréf til Alþingismanna—Gunnar Tómasson

22. ágúst 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Eftirfarandi skilgreiningu hugtaksins "subrogation" er að finna á netinu:

A taking on of the legal rights of someone whose debts or expenses have been paid. For example, subrogation occurs when an insurance company that has paid off its injured claimant takes the legal rights the claimant has against a third party that caused the injury, and sues that third party.

meira

Uppsveifla með orðum … framhald

13. ágúst 2009 | Jóhannes Björn

Alltaf þegar yfirgengileg spákaupmennska af einhverju tagi gengur yfir þá er hún varin með þeim rökum að venjuleg markaðslögmál eigi ekki lengur við. Menn segja að hlutirnir séu öðruvísi en áður í “nýju” hagkerfi þar sem allt hafi breyst.

meira

Nýtt bréf til Alþingismanna—Gunnar Tómasson

11. ágúst 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

I. Í bréfi Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, til Christine Lagarde, President of the ECOFIN Council, dags. 7. nóvember 2008 er ákvörðun stjórnvalda að taka ekki þátt í umfjöllun lögfræðingahóps um skuldbindingar Íslands samkvæmt tilskipun 94/19/EC m.a. útskýrð sem hér segir:

meira

Uppsveifla með orðum

8. ágúst 2009 | Jóhannes Björn

Verð á hlutabréfum hefur verið að hækka víða um heim og auðtrúa sálir hópast inn á markaðinn til þess að græða á næstu uppsveiflu. Meira að segja Greenspan—maðurinn sem sá ekki bankahrunið fyrr en hann stóð í miðjum rústunum—segir að kreppan sé yfirstaðin og töluverður hagvöxtur sé framundan.

meira

Bréf til Alþingismanna—Gunnar Tómasson

1. ágúst 2009 | Gunnar Tómasson

Ágætu alþingismenn:

Eftirfarandi er þýðing á innleggi mínu 31. júlí 2009 í umræðu á slóðinni http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/comment-page-1/#comment-87265 um afstöðu íslenzkra alþingismanna í Icesave-málinu (breyttur texti í liðum 9 og 10).

meira

Innskot—Umsögn um Icesave

29. júlí 2009 | Jóhannes Björn

Grein Gunnars hér á vald.org í gær hefur vafalaust vafist fyrir mörgum. Enskt lögfræðistagl er óttalegt torf og aðeins á færi sérfræðinga að skilja. Gunnar er slíkur sérfræðingur.

meira

Umsögn um Icesave—Gunnar Tómasson

28. júlí 2009 | Gunnar Tómasson

Við lestur fréttar um Icesave í fyrradag sá ég link á SETTLEMENT AGREEMENT skjalið í viðhengi. Nú skilst mér að linkur hafi verið settur á skjalið í misgripum.

meira

Gróa á Leiti

19. júlí 2009 | Jóhannes Björn

Ýkjur, lygasögur og hreinn áróður eru hlutir sem lengi hafa loðað við kauphallir heimsins. Ástandið er ekkert að batna því aukinn hraði og upplýsingaflæði í gegnum Netið hafa stórauðveldað starf Gróu á Leiti. Óstaðfestar fullyrðingar um einstök fyrirtæki geta farið eins og eldur í sinu um markaðinn og sveiflað verði hlutabréfanna upp eða niður áður en kjaftamyllan stöðvast. Þeir sem dreifa þessum sögum í upphafi og þekkja staðreyndir málsins græða hins vegar vel á ringulreiðinni.

meira

Bíða og vona

13. júlí 2009 | Jóhannes Björn

Þeir sem bara bíða og vona verða venjulega fyrir vonbrigðum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bankahruninu hafa frá byrjun einkennst af óskhyggju—von um að tíminn lækni öll sár—og getuleysið hefur líka verið sláandi. Þess vegna hafa “vinir” okkar í Evrópu getað vaðið yfir okkur á skítugum skónum og í leiðinni stefnt þjóðinni í gjaldþrot.

meira

Tekur bankakreppan aðra dýfu? … Framhald

28. júní 2009 | Jóhannes Björn

Viðskipti með afleiður eru komin vel yfir þúsund trilljónir dollara (evrópskar billjónir) í útistandandi samningum. Það er nærri tuttugu sinnum hærri upphæð en nemur allri heimsframleiðslunni. Skráðar afleiður voru í desember 2007 $548 trilljónir, en stóra púðurtunnan, óskráðar og eftirlitslausar afleiður, hljóðuðu upp á 596 trilljónir. Langstærsti hluti óskráðra afleiðna, nálægt 400 trilljónir, voru í pappírum sem tengdust vöxtum eða vaxtagreiðslum af einhverju tagi.

meira

Tekur bankakreppan aðra dýfu? … Framhald

21. júní 2009 | Jóhannes Björn

Samkvæmt skoðanakönnun í desember 2008 töldu aðeins 15% Bandaríkjamanna landið vera á réttri braut. Í maí 2009 hafði bjartsýnisvogin heldur betur sveiflast til og 50% þjóðarinnar leit nú bjartari augum til framtíðar. Hvað hafði breyst á þessum örstutta tíma? Hvernig gat endalaus straumur slæmra frétta haft svo þveröfug áhrif á viðhorf fólks?

meira

Tekur bankakreppan aðra dýfu?

17. júní 2009 | Jóhannes Björn

Það eru tíu ár síðan Time magazine setti Alan Greenspan, Robert Rubin og Larry Summers í guðatölu. Þeir björguðu hagkerfi heimsins, sagði Time, og átti þá við afrek þeirra í Asíu, þar sem þeir hvöttu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, fjölþjóðafyrirtæki og stórbanka til þess að sýna yfirgang sem skildi eftir sig sviðna jörð í mörgum löndum.

meira

Stundar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hryðjuverk? … framhald

9. júní 2009 | Jóhannes Björn

Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.

meira

Stundar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hryðjuverk?

2. júní 2009 | Jóhannes Björn

Þegar Gordon Brown kallaði íslenskan banka hryðjuverkastofnun—setti hann bókstaflega á bás með óþokkum sem sprengja saklaust fólk í tætlur—þá vissi hann vel að hann var að stefna öllu íslenska bankakerfinu í gjaldþrot. Seinna viðurkenndi Brown í fyrirspurnartíma breska þingsins að hann hafi notað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) gagngert til þess að kúga íslensku þjóðina. Hvað vakir eiginlega fyrir þessum aðilum?

meira

Viðtal við Egil | 26. maí 2009

Varúð: Hlutabréf eru á uppsprengdu verði

1. maí 2009 | Jóhannes Björn

Undanfarnar vikur hafa hlutabréf víða um heim verið að hækka verulega. Ef undirritaður hefur rétt fyrir sér þá eru þessar hækkanir aðeins stundarfyrirbæri. Mjög líklega erum við að horfa upp á mestu bjarnarhækkun (bear market rally) síðan 1931. Þá var hagkerfið líka á öðru ári heimskreppu. Ef sagan endurtekur sig þá fellur hlutabréfamarkaðurinn bráðum um 30–40%.

meira

Krosseignateigs iðnjöfra og bankastjóra í Evrópu [Aðsend grein frá Vilhjálmi Árnasyni]

11. apríl 2009 | Vilhjalmur Arnason

Ein helsta ástæða þess að ég nú tek þátt í stjórnmálaumræðu er að hér á landi hefur ekki verið, að mínu mati, upplýst umræða varðandi Evrópusambandið og evruna.

meira

Peningakerfi heimsins að hætti Suður-Ameríku

24. mars 2009 | Jóhannes Björn

Bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, og fjármálaráðherrann, Timothy Geithner, stíga trylltan dans þessa dagana. Geithner ætlar að gefa vinum sínum á Wall Street þúsund milljarða dollara og þyrlu-Ben hefur ákveðið að prenta peninga með aðferð sem hingað til hefur aðallega þekkst í frumstæðari hagkerfum. Það er yfirgnæfandi möguleiki á að þetta endi allt með skelfingu.

meira

Nú eru góð ráð dýr

6. mars 2009 | Jóhannes Björn

Ástandið er ekki glæsilegt. Flestir bifreiðaframleiðendur heimsins eru á kúpunni. Mörg fyrrverandi kommúnistaríki stefna hratt í gjaldþrot. Margir stórbankar eru tæknilega gjaldþrota. Og risastór líftryggingafélög í Bandaríkjunum riða til falls með skelfilegum afleiðingum. Svartur svanur svífur yfir vötnunum.

meira

Nýtt stjórnmálaafl óskast

17. febrúar 2009 | Jóhannes Björn

Bankakerfi margra landa virðist vera að mæta sömu örlögum og það íslenska síðasta haust. Fjöldi ríkja sem áður voru undir áhrifasvæði gömlu Sovétríkjanna stefna hraðbyri í þrot og bankarnir sem lánuðu þeim, t.d. í Austurríki og Sviss, rétt hanga á horriminni. Aðdragandi bankakreppunnar og hún sjálf hafa alltaf verið súrrealísk á köflum—fyrst náði lánastarfsemin einhverju truflunarstigi og eftir hrunið hafa allir kraftarnir farið í að bjarga sama fólki og bar ábyrgð á hruninu—og nú er líka að koma í ljós að peningaböðun á eiturlyfjagróða hefur verið það eina sem hefur bjargað fjölda banka! Hvað heyrir maður næst?

meira

Obama í bandi

12. febrúar 2009 | Jóhannes Björn

Það lítur út fyrir að fyrstu efnahagsaðgerðir Obama séu dæmdar til þess að mistakast. Kannski var það bjartsýni að halda að bandaríska kerfið myndi gera betur en að vernda hagsmuni lítils hóps innanbúðarmanna. Sauðsvartur almúginn skiptir varla miklu máli í hagkerfi þar sem 1% fólksins á yfir 40% þjóðarauðsins.

meira

Hvað gerir Ísland við orkuna? … Framhald

26. janúar 2009 | Jóhannes Björn

Næsta stofnun á Íslandi sem þarf að fara í uppstokkun er Landsvirkjun, en þetta bákn líkist óþægilega mikið leynifélagi eða sértrúarsöfnuði. Þarna bora misvitrir pólitíkusar sér í æðstu stöður, menn sem oft hafa enga sérþekkingu á orkumálum, og hreiðra vel um sig á kostnað skattborgaranna.

meira

Hvað gerir Ísland við orkuna?

19. janúar 2009 | Jóhannes Björn

Bandaríski sjónvarpsþátturinn 60 Minutes fjallaði nýlega um sveiflur á olíumarkaði og gerði það svo illa að grunur hlýtur að vakna um raunveruleg markmið þrýstihópa sem eru í aðstöðu til að reka áróður í gegnum CBS. Helst lítur út fyrir að einhverjir hagsmunir séu að reka áróður fyrir breyttum reglum á helstu olíumörkuðum heimsins. Markmiðið gæti verið að breyta þeim í miðstýrð apparöt til þess að ná betri stjórn á verðsveiflum.

meira

Hvað gerist 2009?

5. janúar 2009 | Jóhannes Björn

Efnahagslega séð þá verður þetta sennilega versta ár sem hefur komið í yfir sjö áratugi. Fasteignir eru í frjálsu falli út um allan heim og það sogar gífurlega fjármuni út úr kerfinu. Höfuðverkurinn núna er verðfall yfir línuna frekar en gömlu verðbólguáhyggjurnar. Hitt er þó alveg jafn víst að þegar bankakreppunni lýkur þá eigum við eftir að heyra verðbólguhvell sem glymur um alla heimsbyggðina.

meira

Og Óskarinn fær …

28. desember 2008 | Jóhannes Björn

Draumaverksmiðjan í Hollywood framleiðir aðallega kvikmyndir fyrir bestu viðskiptavini sína, táninga, en aðdáendur alvarlegri mynda geta fagnað því 2008 er óvenju gott ár fyrir fullorðið fólk og fagurkera. Aldrei þessu vant eru nokkrar kvikmyndir nógu góðar til þess að verðskulda Óskarinn og margir leikarar sýna framúrskarandi tilþrif. Séð frá mínum bæjardyrum þá eru þetta sex bestu bíómyndir ársins (í stafrófsröð):

meira

Framtíð Íslands

18. desember 2008 | Jóhannes Björn

Félagslegt réttlæti og pólitískt siðgæði eru hlutir sem erfitt er að festa í lög. Þetta eru dyggðir sem blunda í einstaklingnum og liggja í þjóðarsálinni. Það ber vott um virðingarleysi og jafnvel mannvonsku þegar þessar dyggðir eru algjörlega hunsaðar. Embættismenn sváfu á vaktinni í brúnni. Hér hrundi hagkerfið til grunna og enginn sem ber ábyrgð sér ástæðu til þess að segja af sér. Það er greinilega grunnt á pólitísku siðgæði á þessu landi.

meira

I Read the News Today … Oh Boy

10. desember 2008 | Jóhannes Björn

Hver hefði trúað því að helstu stórbankar Bandaríkjanna ættu eftir að segja sig á sveit, eitt stærsta tryggingafélag heims færi sömu leið og loks allir innlendir bílaframleiðendur. Þessi ríkiskapítalismi er farinn að minna óþægilega mikið á þýska hagkerfið í stjórnartíð Hitlers. Eða minnir þetta kannski enn meira á íslenska hagkerfið þar sem embættismenn og kapítalistar pukra undir einni sæng.

meira

Aðsend grein

2. desember 2008 | Jóhannes Björn

Stundum gerist það að ríkjandi sjónarmið í samfélaginu breytast á örstuttum tíma. Viðteknar hugmyndir sem hafa verið nær óbreyttar í mörg ár eða jafnvel áratugi hverfa allt í einu eins og dögg fyrir sólu og ný samfélagsviðhorf leysa þær af hólmi. Oft gerist þetta í kjölfar storms eyðileggingar af einhverju tagi—óðaverðbólgan í Þýskalandi 1923 opnaði þjóðarsálina fyrir öfgum nasismans og atómsprengjan breytti lífsviðhorfi fólks út um allan heim—en stundum þarf miklu minna til.

meira

Vaxtaþrælar

26. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

Annað hvort skilur Félags- og byggingamálanefnd Alþingis ekki eðli fasteignalána eða hún er staðráðin í að koma sér upp stétt Íslendinga sem eyðir öllum fullorðinsárunum í vaxtaþrældómi. Starfsmenn nefndarinnar hafa nú bæst í stóra hjörð embættismanna sem á að segja af sér vegna vankunnáttu í starfi.

meira

Paulson-klíkan

24. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

Það hefur verið sagt að í hagfræði sé engin hugmynd svo fráleit að hún sé ekki reynd. Með hliðsjón af nýfenginni reynslu þá má kannski segja að hlutirnir hafi breyst á þann veg að nú séu svo til allar nýjar hugmyndir sem fljóta í hakerfinu út í hött. Þetta lyktar af klíkuskap og örvæntingu og bendir til þess að alvöru heimskreppu sé jafnvel í spilunum.

meira

Bréf

17. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

John Zufelt, starfsmaður fjárfestingabanka áður en hann fór á eftirlaun, sendi vald.org þessa merkilegu grein. Séð frá mínum bæjardyrum þá er þetta allt efnislega rétt. Peningakerfið er gildra og best væri að gefa út gulltryggða seðla. En það virðist fullmikil bjartsýni að halda að $650 milljónir nægi þegar nýr gjaldmiðill er búinn til. Tíu sinnum hærri upphæð hljómar nær sanni, en kannski getur einhver glöggur maður reiknað þetta dæmi.

meira

Evra

11. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

Það er mikil umræða í þjóðfélaginu um að Ísland taki einhliða upp evru. Nokkrir hagfræðingar hafa haldið því fram að þetta sé auðvelt og benda máli sínu til stuðnings á þá staðreynd að flest viðskipti eru rafræn og seðlar og mynt í umferð eru smápeningar í því dæmi. Málið er kannski ekki alveg svo einfalt.

meira

Vaxtaokur—Leiðrétting

4. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

Í síðustu grein vitnaði ég í plagg sem Elías Davíðsson skrifaði fyrir yfir 25 árum.

meira

Vaxtaokur … framhald

1. nóvember 2008 | Jóhannes Björn

Það þykir bera vott um andlegt ójafnvægi þegar einhver endurtekur sömu (bull)aðgerðina aftur og aftur en heldur í hvert einasta skipti að eitthvað jákvætt hljóti nú að fara að gerast. Velkomin í Seðlabankann! Á seinni árum hafa fáir harmleikir leikið þjóðina eins grátt og fljótandi dvergkróna og okurvextir, en nú er ákveðið að halda píslargöngunni áfram og þetta er matreitt í okkur sem einhvers konar hjálparaðgerð.

meira

Viðtal við Egil | 26. október 2008

Frosið kerfi 2

11. október 2008 | Jóhannes Björn

Rannsókn á sennilega eftir að leiða í ljós að íslensku bankarnir fóru offari, innanbúðarviðskipti voru alls ekki í lagi og laun toppanna ekki í neinu samhengi við almenna skynsemi eða hefðbundið siðferði. Ekki bætti úr skák að Seðlabanki Íslands var eini seðlabanki heimsins sem gerði ekki neitt til þess að hjálpa bönkunum—furðuleg harka eftir að hafa sett innlenda peningamarkaði í járn með þrálátum okurvöxtum. Þegar embættismenn fóru svo að tala opinberlega um að standa ekki við skuldbindingar … þá duttum við ofan í kanínuholuna í Undralandi.

meira

Frosið kerfi

3. október 2008 | Jóhannes Björn

Tæknilega séð þá er heimskreppa skollin á og nú er aðeins að sjá hvernig ráðamenn—og þá sérstaklega í Bandaríkjunum—bregðast við. Verður hnúturinn leystur á nokkrum vikum eða verður þröngum hagsmunum hyglað með yfirborðslegum aðgerðum á meðan allur almenningur lepur dauðann úr skel árum saman?

meira

Endalok olíualdar (5)

25. ágúst 2008 | Jóhannes Björn

Olíuverðið hefur lækkað úr $147 niður í um $114 á stuttum tíma. Ef þetta væri byrjunin á varanlegum lækkunum þá væru þetta vissulega góð tíðindi, en það eru engar líkur á að svo sé og menn sem eru að spá olíuverði undir $80 til fjölda ára hafa ekki aðeins rangt fyrir sér—þeir eru að ýta undir andvaraleysi sem sannarlega er ekki á bætandi.

meira

Dansað á ystu nöf … framhald

10. ágúst 2008 | Jóhannes Björn

Menn sem ráða þjóðum heyja styrjaldir fyrir föðurland og hugsjónir, sagði skáldið Ari Jósefsson í ljóðabókinni Nei, og þeir myrða okkur sem eigum ekkert föðurland nema Jörðina og enga hugsjón nema lífið. Nú á dögum heyja ráðamenn aðallega stríð fyrir olíu og líklega á það líka við um átökin í Georgíu. Rauða strikið sýnir olíuleiðslu sem er rauði þráðurinn i þessum átökum.

meira

Dansað á ystu nöf

1. ágúst 2008 | Jóhannes Björn

Það færist í vöxt að ríkisstjórnir og talsmenn fyrirtækja falsi hagtölur og verstu sökudólgarnir eru í Bretlandi og Bandaríkjunum. Opinberar tölur um verðbólgu og hagvöxt í þessum löndum eru marklausar og verða að skoðast í miklu víðara samhengi. Bankakerfið sendir líka frá sér straum villandi upplýsinga og sölumenn á fasteignamarkaði virðast oft búa á annarri plánetu.

meira

Svartur svanur 2

8. júlí 2008 | Jóhannes Björn

Bandaríkjamenn notuðu eftirfarandi spakmæli í marga áratugi: “Örlög þjóðarinnar eru samtvinnuð örlögum General Motors” (“As GM Goes, So Goes the Country”). Eins og þessi síða benti á í apríl 2005 þá stefnir í að GM verði smáfyrirtæki. Þá fer Chrysler bráðum á hausinn og bandaríski armur Ford á eftir að heyja erfitt varnarstríð. Eftir nokkur ár eiga bílar frá Japan, Þýskalandi og Kóreu eftir að drottna yfir markaðinum. Takið eftir móttökunum sem fyrsti lúxusbíllin frá Kóreu, Hunndai Genesis, á eftir að fá.

meira

Svartur svanur

28. júní 2008 | Jóhannes Björn

Hugtakið “svartur svanur” er ekki óþekkt í kauphöllum heimsins, en það er notað yfir stóratburði sem gerast mjög sjaldan og koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Hlutabréfahrunið 1929 er dæmi um svartan svan. Önnur nærtæk dæmi má nefna, t.d. algjörlega óvænt hrun hlutabréfa í október 1987 og árásirnar á tvíburaturnana 2001.

meira

Er hægt að bjarga spilltu kerfi?

21. maí 2008 | Jóhannes Björn

Það var ekki óalgengt í kreppunni miklu 1929–1934 að menn hentu sér út um glugga skýjakljúfa. Nú er öldin önnur og miklu algengara að einstaklingar sem hafa rústað fyrirtækjum gangi brosandi á braut með tugmilljónir í vasanum. Bankakreppan sem nú gengur yfir heiminn varð til vegna siðblindu á ótal stöðum og þegar upp er staðið erum við að horfa upp á mesta peningasvindl allra tíma.

meira

Staðan … framhald

13. mars 2008 | Jóhannes Björn

Hvernig getur króna sem er studd með 13,75% stýrivöxtum og háum raunvöxtum hríðfallið? Bankakerfi heimsins er í slíku lamasessi að margir sem þurfa að standa við peningalegar skuldbindingar neyðast til þess að selja fjárfestingar sem auðvelt er að koma í verð. Þegar kreppir að bankakerfinu þá vitum við aðeins eitt með fullvissu—óvæntir hlutir byrja að gerast með stuttu millibili. Þess vegna er óþarfi að vera líka með heimatilbúinn vanda eins og okurvexti.

meira

Staðan

4. mars 2008 | Jóhannes Björn

Silfur Egils 2. mars fór mest í að ræða stöðu efnahagsmála og hugsanlegar leiðir út úr vandanum. Það sem var mest sláandi var að enginn virtist hafa merkilegri lausn á takteinum heldur en þá að þreyja þorrann og taka svo seinna á málunum. Ársæll Valfells giskaði á að öldurnar á alþjóðlegum lánamarkaði tækju að lægja eftir sex til níu mánuði, en hann færði engin rök fyrir þessari skoðun sinni.

meira

Vaxtaokur

1. febrúar 2008 | Jóhannes Björn

Seðlabanki Íslands spilar á fiðlu á meðan hlutabréfin brenna og óveðurský hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hvar annars staðar í heiminum mundi slíkt aðgerðaleysi seðlabanka viðgangast á meðan hlutabréfin lækka um 40%? Það verður að lækka stýrivexti um helming á mjög stuttum tíma. Já, helming, og þeir sem brosa yfir þessari tillögu ættu að lesa þessa grein aftur í september.

meira

Pælingar

11. janúar 2008 | Jóhannes Björn

Eftirfarandi vangaveltur eru að mestu leyti á ensku og fyrir þá sem hafa gaman af að fara ofan í saumana á því sem er að gerast á fjármálamörkuðum heimsins. Eins og vænta mátti þá hefur mesta bankakreppa heimsins í nærri 80 ár fengið marga snjalla menn til þess að skrifa misjafnlega góðar greinar um málið.

meira

Rennur blóð eftir slóð …

28. desember 2007 | Jóhannes Björn

Draumaverksmiðjan í Hollywood er búin að opinbera allar myndir ársins 2007 og því kominn tími til þess að meta árangurinn.

Það færist í vöxt að bitastæðustu bíómyndirnar berist ekki í kvikmyndahús fyrr en skömmu fyrir áramót og þetta ár var engin undantekning. Sennilega er einföld skýring á þessu: Meðalaldur fólksins í akademíunni, þeirra einstaklinga sem kjósa í keppninni um Óskarinn, er orðinn svo hár að allt sem er eldra en tveggja mánaða er grafið og gleymt!

meira

Nýju föt bankakerfisins III

19. desember 2007 | Jóhannes Björn

Síðasta sumar komu nokkrir spekingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands og ráðlögðu stjórnvöldum m.a. að leggja niður Íbúðarlánasjóð. Það fór greinilega í taugarnar á þessum talsmönnum einkakapítalsins að bankakerfið skyldu ekki eiga markaðinn með húð og hári. Alþjóðabankinn og systurstofnanir hans—allt apparöt sem Bandaríkjastjórn mikið til fjarstýrir—berjast stöðugt gegn ríkisafskiptum af öllu tagi og þá sérstaklega í viðskiptalífinu. Það eitt að þessir aðilar skuli vera meðvitaðir um að eitthvað fyrirfinnist sem heitir Íbúðarlánasjóður á fámennu skeri á norðurhjara veraldar sýnir ótrúlegan eldmóð í starfi.

meira

Nýju föt bankakerfisins … framhald

25. nóvember 2007 | Jóhannes Björn

Ástandið í fjármálaheiminum er farið að minna á tímabilið rétt fyrir frönsku stjórnabyltinguna. Nokkrir útvaldir geta sópað til sín gífurlegum upphæðum, oft með aðferðum sem ekki eru skattlagðar til jafns við venjulegar tekjur, og milljarðamæringar borga því oftast lægri skatta (í prósentum) en fólkið sem skúrar skrifstofur þeirra. Leigupennar ásamt pólitíkusum sem búið er að kaupa afsaka síðan þessi vinnubrögð með prédikunum um að það þjóni hagsmunum fólksins best að það búi við hagkerfi þar sem auðurinn seytlar niður í smásprænum.

meira

Nýju föt bankakerfisins

12. nóvember 2007 | Jóhannes Björn

Bankakerfi heimsins stendur á hengiflugi og baðar út öllum öngum.

Hringrás kapítalsins í kerfinu hægði hættulega mikið á sér í ágúst. Seðlabankar mokuðu þá hundruð milljörðum inn á markaðina—seðlabanki Evrópu €400 milljörðum og sá bandaríski e.t.v. enn hærri upphæðum—og hjólin byrjuðu aftur að snúast hraðar. Þetta var þó aðeins fyrsti þáttur harmleiks sem á rætur sínar í græðgi og ótrúlaga óforskömmuðum vinnubrögðum fjölda aðila. Núna er kerfið aftur að sigla í strand.

meira

Bless dollari … halló evra!

21. september 2007 | Jóhannes Björn

Það þarf að leita allt aftur til ársins 1933 til þess að sjá mynd á borð við þessa frá landi sem býr við þróað hagkerfi—við getum kallað hana "run on the bank"—en þarna flykkist fólk að Northern Rock bankanum í Englandi og krefst þess að fá aurana sína áður en hann rúllar.

meira

Dökk ský

30. ágúst 2007 | Jóhannes Björn

Miðað við ótrúlega stórtæk afskipti fjölda seðlabanka á þessum svokölluðu "frjálsu" mörkuðum, þá eru atburðir síðustu vikna þeir alvarlegustu sem hagkerfi heimsins hefur gengið í gegnum síðan spilaborgin hrundi 1929. Fallið 1987 var hressilegt, en það var miklu tæknilegra og hjólin byrjuðu aftur að snúast eðlilega eftir nokkra daga. Það sem við höfum verið að sjá nýlega er hræðsla og vanttrú á sjálfu kerfinu. Hringrás peninganna stöðvaðist og seðlabankar neyddust til þess að nota vægast sagt glannalegar aðferðir (allt að því ólöglegar) og gífurlegt peningamagn til þess að koma flæðinu aftur af stað. En eftir situr sú staðreynd að ef markaðurinn fær ekki að refsa mönnum fyrir glannaleg viðskipti og seðlabankar koma alltaf hlaupandi þá halda menn áfram að hegða sér glannalega. Sumir eiga þó greiðari leið að prentvélunum en aðrir.

meira

Afsakið … hlé

20. mars 2007 | Jóhannes Björn

Því miður verður ekkert nýtt á þessari síðu fyrr en 1. september 2007. Allt sem hér hefur verið skrifað á undanförnum mánuðum um útlit efnahagsmála heimsins stendur óhaggað og engar grunnstaðreyndir hafa breyst. Eins og margoft hefur verið bent á þá stefnir í efnahagslægð sem á upptök sín á bandarískum fasteignamarkaði.

meira

Hvað gerist 2007 … framhald

5. febrúar 2007 | Jóhannes Björn

Joseph Patrick Kennedy, faðir John F. Kennedy, var frábær hlutabréfabraskari á Wall Street. Einn góðan veðurdag 1928 var hann á leið á skrifstofuna sína þegar hann staldraði við og lét strákling bursta skóna sína. En í staðinn fyrir að borga stráksa fyrir verkið með peningum þá ákvað hann frekar að gefa honum gott ráð og sagði. "Piltur minn, haltu áfram í skóla." Kennedy brosti í kampinn og gekk á braut en þá kallaði strákurinn fullum hálsi á eftir honum: "Og ég er með ráð handa þér, keyptu hlutabréf í Hindenburg!"

meira

Hvað gerist 2007 … framhald

30. janúar 2007 | Jóhannes Björn

Það er deginum ljósara að áhættan sem búið er að byggja inn í fjármálakerfi jarðarinnar á sér enga hliðstæðu í sögunni. Afleiðuviðskipt hafa gert kerfið svo sveigjanlegt að það lítur orðið út eins og fimleikamaður sem hefur beygt líkamann þar til hann er eins og hjól í laginu. Allt rúllar síðan áfram og kerfið matar sig sjálft. Alls konar ruslapappírar seljast eins og heitar lummur og stjórnendur áhættusjóða telja sig hafa fundið upp eilífðarvél sem malar gull.

meira

Hvað gerist 2007?

24. janúar 2007 | Jóhannes Björn

Hagkerfið hóf 2007 með miklum látum. Olíufatið lækkaði niður í verð sem ekki hefur sést í nærri tvö ár og margir sérfræðingar eru að spá endalokum tímabils hækkana á málmum og mörgu öðru hráefni. Það er hætt við að þetta sé aðeins forleikur meiri hamagangs en heil kynslóð olíukaupmanna og verðbréfabraskara hefur áður upplifað.

meira

Þegar hagtölur ljúga

20. desember 2006 | Jóhannes Björn

Stundum þegar illa gengur hjá ríkisstjórnum og fyrirtækjum þá grípa menn til þess ráðs að falsa hagtölur eða ársreikninga. Ólíkt því sem mörg fyrirtæki hafa stundað í tímans rás þá geta ríkisstjórnir ekki falið slóðina með ósýnilegu fjárstreymi á leynireikningum í skattaparadísum heimsins, en þær geta auðveldlega hagrætt mikilvægum hagtölum með því að breyta mikilvægum forsendum. Eins og maðurinn sagði, lygin kemur í þrem útgáfum: Lygi, haugalygi og í formi útreikninga.

meira

Hvert fer Óskarinn?

13. desember 2006 | Jóhannes Björn

Vertíð kvikmyndaverðlauna er að ganga í garð og á morgun, 14. desember, opinberar Golden Globe (félag erlendra blaðamanna í Hollywood) nöfn þeirra sem hugsanlega koma til með að vinna gullhnöttinn 15. janúar. Þetta verður í sextugasta og fjórða skipti sem Golden Globe verðlaunin eru veitt, en val erlendu blaðamannanna er oft ótrúlega líkt vali þeirra sem veita Óskarinn.

meira

Dollarinn

22. nóvember 2006 | Jóhannes Björn

Seðlabanki seðlabankanna, Bank for International Settlements (BIS) í Sviss, sendi frá sér uggvænlega fréttatilkynningu 17. nóvember 2006. Þar segir að verslun með svokallaðar afleiður (derivatives) hafi aukist um 24% á sex mánuðum og hljóði nú upp á margföld viðskipti alls heimsins. Þessi nýja tegund keðjubréfa tryggir verðmæti og skuldir upp á hvorki meira né minna en 370 billjónir (amerískar trilljónir) dollara. Heimsframleiðslan eins og hún leggur sig er um $60 billjónir á ári!

meira

Froða

21. október 2006 | Jóhannes Björn

Dow Jones fór upp í 12.000 í vikunni og kór hlutabréfasala söng hóseanna. Déjà vu. Árið 2000 er að endurtaka sig, en rétt fyrir hrunið það herrans ár ráðlagði þessi kór sölumanna fólkinu líka að kaupa og kaupa. Markaðurinn stóð á hengiflugi en ekki nema í 2,8% tilfella sögðu "sérfræðingarnir" pöplinum að losa sig við bréfin.

Það er erfitt að ímynda sér lélegri ráðgjöf, en auglýsingaskrumið náði þó sennilega hámarki í mars 1991. Þá var hagkerfið í öldudal (recession)—sem þýðir að hagvöxtur hafði verið neikvæður í tvo ársfjórðunga í röð—staðreynd sem var formlega staðfest nokkrum vikum seinna. Flestir sem einhverja innsýn höfðu í hagkerfið vissu hvert stefndi og að markaðurinn mundi brátt halda suður, en samt ráðlögðu sölumennirnir fólki í yfir 95% tilfella að kaupa hlutabréf. Eins og venjulega voru lömbin leidd í sláturhús.

meira

Blikur á lofti … framhald

17. september 2006

Daginn eftir að fyrri hluti þessarar greinar birtist hér á vald.org þá sendi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frá sér kolsvarta skýrslu sem varar við hugsanlegu hruni sem gæti m.a. byrjað vegna fasteignakreppu á Bandaríkjamarkaði eða fjármálahallans þar í landi. Hvað er að gerast þegar þessi sjóður, sem er lítið annað en handbendi "Big Business", byrjar að óttast um framvindu stórviðskipta í heiminum?

meira

Blikur á lofti

11. september 2006 | Jóhannes Björn

Hagkerfi sem byggir á seðlaprentun gengur í gegnum lægðir eða kreppur með vissu millibili. Það er einfaldlega lögmál. Nú styttist óðum í næstu efnahagslægð á Vesturlöndum eða jafnvel kreppu. Allt veltur á verðfalli fasteigna. Ef verðið staðnar í nokkur ár á meðan verðbólgan lækkar raunverð eignanna þá sleppum við með efnahagslægð. Ef verðið hrynur um tugir prósenta, sérstaklega á Bandaríkjamarkaði, þá er stórhætta á kreppu þar sem þjóðarframleiðslan dregst saman og atvinnuleysi eykst mikið.

meira

Draumalandið er meistaraverk!

9. ágúst 2006 | Jóhannes Björn

Meistaralega skrifuð bók er annað hvort ritverk sem ljómar af snilld eða það er verk sem verulega breytir hugsunarhætti lesandans um alla framtíð. Þetta eru tveir gjörólíkir hlutir. Bækur á borð við Heimsljós, Svartfugl og Fagra veröld eru vissulega snilldarverk, en þær kollvarpa ekki beinlínis heimsmynd eða hugsun lesandans. Því skal því hér haldið fram að síðan 1924 hafi tvær íslenskar bækur beinlínis breytt því hvernig þjóðin hugsar og sú þriðja sé byrjuð á sömu braut.

meira

Vangaveltur

18. júlí 2006 | Jóhannes Björn

Það eru rösk tvö ár síðan Vald.org hóf göngu sína og kannski kominn tími til að fara yfir um hvað hefur verið fjallað á síðunni og líka hverju hefur verið sleppt. Það eru aðalega tvær ástæður fyrir því af hverju ég byrjaði með þessa síðu. Bókin Falið vald hefur verið ófáanleg í yfir 20 ár og hagkerfi jarðarinnar hefur þróast nákvæmlega eins og bókin spáði. Helsta hlutverk þessarar síðu er að vara við afleiðingunum.

meira

Hengiflug … framhald

14. júní 2006 | Jóhannes Björn

Þann 7. apríl veifaði þessi síða rauðu flaggi og varaði við væntanlegu hruni á verðbréfamörkuðum heimsins. Þetta var hjáróma kall því flestir hagfræðingar voru að spá hækkandi mörkuðum og t.d. Dow Jones var alveg við það að svífa hærra en nokkru sinni fyrr. En 10. maí byrjaði raunvaxtaskjálfti að hrista markaðina og hlutabréf hafa síðan verið að lækka. Svona lítur þetta út þar sem lækkunin hefur orðið mest.

meira

Fjörefnalögreglan … framhald

7. júní 2006 | Jóhannes Björn

Þegar lyfjaveldið leggur undir sig fjörefnamarkaðinn þá verður það auglýst sem góðverk. Greinar um hættulega stóra vítamínskammta birtast þá í völdum ritum og sögur um vafasöm grös fylgja með. Það er rétt að risaskammtar af fituleysanlegum fjörefnum geta verið hættulegir og sum grös mættu hverfa af markaðinum, en þetta eru smámunir miðað við allt það böl sem dynur yfir milljónir einstaklinga og má rekja beint til vafasamra vinnubragða margra lyfjafyrirtækja.

meira

Fjörefnalögreglan

30. apríl 2006 | Jóhannes Björn

Stóru lyfjafyrirtækin hafa lengi litið vítamínmarkaðinn hýru auga. Þau hafa ákveðið að leggja þennan markað undir sig með því að banna allt nema minnstu bætiefnaskammta og síðan neyða einstaklinga sem vilja stærri skammta til þess að kaupa þá gegn lyfseðli. Þetta er örugg leið til þess að innleiða óþarfa okur á þessari vörutegund og setja minni framleiðendur á hausinn.

meira

Hengiflug

7. apríl 2006 | Jóhannes Björn

Hér eru skilaboð til þeirra sem braska með hlutabréf í kauphöllum heimsins: Sápukúlan sem sprakk árið 2000 var þanin út á traustari hagfræðiforsendum en sápukúlan sem við erum að horfa á þessa dagana. Á árunum fyrir 2000 var þenslan afsökuð með "nýju" tímabili hátækni—og það var dálítið til í þeirri fullyrðingu. Í dag hækkar verð hlutabréfa eingöngu vegna seðlaframleiðslu.

Við getum rakið það sem er að gerast í dag beint til ársins 1971 þegar svokallað Bretton Woods samkomulag var lagt á hilluna og gjaldmiðlar byrjuðu að fljóta 24 tíma á dag.

meira

Lyfjaveldið … framhald

15. mars 2006 | Jóhannes Björn

Lyfjaveldið hefur í langan tíma grætt meiri peninga en nokkur önnur framleiðslugrein, en samt eru fyrirtækin þessa dagana að slá ný met í okri. Best gengur að rýja krabbameinsjúklinga (eða stofnanir sem borga fyrir þá) inn að skyrtunni. Annar hópur sem verður fyrir barðinu á okrinu eru þeir sem þjást af frekar sjaldgæfum sjúkdómum. Ef sjúkdómurinn er svo sjaldgæfur að ekki er hægt að græða á honum eða hann herjar á fátækt fólk, þá hætta lyfjafyrirtækin einfaldlega oft að framleiða lyfin.

meira

Lyfjaveldið

27. febrúar 2006 | Jóhannes Björn

Lyfjaiðnaðurinn auglýsir sjálfan sig betur en nokkur önnur gróðastarfsemi. Fyrirtækin reyna að telja okkur trú um að þau stundi einhvers konar hugsjónastarfsemi, séu vísindalega í fremstu röð og bæti og lengi líf allra. Þetta eru stórkostlegar ýkjur sem sífellt eru endurteknar til þess að draga athyglina frá einu mesta okri viðskiptasögunnar.

meira

Skattaparadís … framhald

26. janúar 2006 | Jóhannes Björn

Baktryggðir sjóðir (hedge funds) eru eðlilegt framhald hnattvæðingarinnar. Þetta eru huldusjóðir sem halda sig á eyríkjum og græða í laumi. Starfsaðferðir þeirra eru viðskiptaleyndarmál og nöfn einstaklinga sem fjárfesta í gegnum þessa sjóði eru venjulega ekki gefin upp.

meira

Skattaparadís

21. janúar 2006 | Jóhannes Björn

Nú er svo komið að fyrirtæki sem framleiða vörur eða þjónustu í einu landi og selja í öðru geta sjálf ákveðið hvort þau borga eðlilega tekjuskatta eða borga nákvæmlega enga skatta. Þetta er hægt vegna þess að fjöldi ríkisstjórna á litlum eyríkjum og víðar græða á að láta löglega jafnt sem ólöglega peninga flæða inn á reikninga hlutafélaga og banka sem sérhæfa sig í feluleik með fjármuni.

meira

Heilagur Greenspan

14. janúar 2006 | Jóhannes Björn

Nýjasta tölublað The Economist kemur dálítið á óvart með vangaveltum sínum um hugsanlega kreppu eða einhvers konar hrun í bandaríska hagkerfinu. Þetta gengur þvert á spádóma flestra hagfræðinga—þeir hafa verið að spá 3–4 % hagvexti fyrir 2006—en er alveg í takt við það sem vald.org hefur verið að segja í langan tíma.

meira

Er pólitík í tísku?

30. desember 2005 | Jóhannes Björn

Draumaverksmiðjan Hollywood hefur í nokkur ár verið nokkurs konar martröð. Síðan The Pianist vann Óskarinn 2002 hefur varla verið framleidd ærleg mynd og flestar virðast vera gerðar með byssuóða krakka í huga. En nú hafa þau miklu undur gerst að sex nýjar bíómyndir eru nógu góðar til að verðskulda Óskarsverðlaunin.

meira

Hnattvæðingin—In memoriam

17. desember 2005 | Jóhannes Björn

Sennilega verða þáttaskil árið 2006 þegar meirihluti Vesturlandabúa loks skilur að hnattvæðingin í sinni núverandi mynd er skaðleg. Það er nefnilega að renna upp fyrir sífellt fleirum að það er markvisst verið að ganga á lífskjör almennings á Vesturlöndum á meðan lítil klíka sópar til sín auðæfum. Á sama tíma er verið að kaffæra jörðina í mengun frá Kína og öðrum láglaunasvæðum.

meira

Hrunadans … framhald

28. nóvember 2005 | Jóhannes Björn

Það eru tvær merkilegar greinar í New Yorks Times í gær um ákveðinn hrunadans sem stiginn er í bandaríska hagkerfinu. Skuldadansinn. Önnur greinin fjallar um aukið fjárstreymi til baktryggingasjóða (Hedge Funds), fyrirtækja sem velta billjónum í tilbúnum pappírsverðmætum, hin um hugsanlegt hrun vegna vaxandi skulda heimilanna.

meira

Hrunadans

21. nóvember 2005 | Jóhannes Björn

Þrátt fyrir hækkandi verðlag á mörgum mörkuðum og hlutfallslega sterka stöðu dollarans í augnablikinu, þá má merkja ákveðinn óróleika eða jafnvel hræðslu rétt undir yfirborðinu. Það er ekkert skrýtið í ljósi þess ískyggilega ójafnvægis sem hagkerfi heimsins býr við.

meira

Blaðrandi höfuð … framhald

16. október 2005 | Jóhannes Björn

Þrátt fyrir endalaust blaður hagfræðinga um vænan hagvöxt og bjarta framtíð, þá leikur varla nokkur vafi á að hlutabréf eiga á næstunni eftir að falla verulega út um allan heim. Þetta er aðeins spurning um tíma. En þá ber líka að hafa í huga að ekkert þvælist meira fyrir jafnvel snjöllustu peningamönnum en nákvæm tímasetning á hvenær hjörðin áttar sig á staðreyndum lífsins og selur í stórum stíl. Þannig hefur það alltaf verið. meira

Fuglaflensa … framhald

9. október 2005 | Jóhannes Björn

Fuglaflensan er á hraðferð um heiminn. Austur-Evrópa og Tyrkland eru nýjustu viðkomustaðirnir og sýktir farfuglar eru á leið til Alaska og Ástralíu. Spurningin um hvort ný drepsótt á borð við þá sem drap 50 milljónir 1918 sé í uppsiglingu gerist æ áleitnari. Það er kannski kominn tími fyrir einstaklinga að búa sig undir þessi ósköp.

meira

Blaðrandi höfuð

28. september 2005 | Jóhannes Björn

Þegar sérfræðingar á vegum banka eða fjárfestingafyrirtækja tjá sig í fjölmiðlum um efnahagslífið og hvernig ákveðin hlutabréf komi til með að spjara sig í framtíðinni, þá er eins gott fyrir "litla manninn" að vera á varðbergi. Hlutverk þessara innanbúðarmanna—blaðrandi hausa—er miklu oftar að auglýsa eitthvað frekar en að upplýsa fjöldann.

meira

Kínverska martröðin

22. september 2005 | Jóhannes Björn

Viðurstyggðin sem viðgengst í kínverskum fangelsum virðist taumlaus. Þúsundir fanga eru dæmdir til dauða á hverju ári, oft fyrir hlægilega litla glæpi eða óvinsælar skoðanir, og líffærin úr þeim eru seld. Nýjasta söluvaran sem kemur frá þessu gúlagi er kollagen sem er unnið úr húð myrtra fanga. Konur á Vesturlöndum eru sennilega byrjaðar að bera þenna ófögnuð á andlitið á sér.

meira

Nýhægristefnan á banasæng

9. september 2005 | Jóhannes Björn

Hörmungarnar í kjölfar fellibylsins Katrínar hafa dregið alla veikleika nýhægristefnunnar fram í dagsljósið og það er alls óvíst að hún lifi þetta af. Ótrúleg stéttaskipting, félagslegt óréttlæti, ógnvekjandi skuldir í hagkerfinu og stríðsbrölt í útlöndum eru allt í einu miklu raunverulegri vandamál en þau voru fyrir aðeins nokkrum dögum. Miklar breytingar liggja í loftinu.

meira

Fuglaflensa … framhald

20. ágúst 2005 | Jóhannes Björn

Drepsótt á borð við spænsku veikina virðist allt að því óumflýjanleg og sennilega eiga sögubækur eftir kalla þessa "kínversku pláguna" eða hliðstæðu nafni. Þegar stórhættulegur vírus eins og H5N1 nær að þróast þá verður að kæfa hann strax í fæðingu. En kínversk yfirvöld drógu lappirnar og því er vírusinn þessa stundina í heimsreisu, falinn í holdi og blóði farfugla. Framferði Kínverja í þessu máli er forkastanlegt.

meira

Fuglaflensa

10. ágúst 2005 | Jóhannes Björn

Í síðasta mánuði veiktust 68 einstaklingar í nokkrum þorpum í Sichuan héraði í Kína af dularfullum sjúkdómi. Aðeins 27 lifðu þetta af þannig að dánartíðnin var 63%. Sjúkdómseinkennin voru hár hiti, lungnabólga, uppköst, slappleiki, meðvitundarleysi og marflekkir undir húð. Opinber fréttastofa landsins sagði keðjukokk (Streptococcus suis) hafa herjað á fólkið. Óstaðfestar fréttir herma að nú hafi hátt í 200 manns smitast og dánartíðnin sé um 74%.

meira

Hvað gerist næst?

1. ágúst 2005 | Jóhannes Björn

Það eru vaxandi líkur á að nýtt tímabil þverrandi orku sé rétt handan við hornið. Ef það reynist rétt þá breytist hagkerfi heimsins hratt og það verður mjög ólíkt því sem við höfum átt að venjast síðustu áratugi. Um leið og olíuspákaupmenn slá því föstu að hámarksframleiðslu sé náð þá stórhækkar verð á allri orku. Þegar olíutunnan nær þeim áfanga að seljast á $200 … þá byrjar haustið 1929 að líta út eins og spássitúr á sólríkum sumardegi.

meira

Endalok olíualdar … framhald

20. júlí 2005 | Jóhannes Björn

Margir sérfræðingar í olíubransanum telja að olíuverðið æði upp í $100–$200 fatið á því augnabliki sem spákaupmenn eru sannfærðir um að framleiðslan geti ekki lengur að fullu mætt eftirspurn. Það eitt að óvissuþátturinn hverfur þýðir $100 og síðan bætist ofan á það sú augljósa staðreynd að bilið á milli framboðs og eftirspurnar á aðeins eftir að þróast í eina átt.

meira

Endalok olíualdar … framhald

16. júlí 2005 | Jóhannes Björn

Nærri því öll olíuframleiðsla Saudi Arabíu kemur frá risalindum sem fundust fyrir 40–60 árum. Síðan þá hafa 80–90 hlutfallslega máttlausar olíulindir komið í leitirnar og þær geta á engan hátt geta leyst þær gömlu af hólmi. Olíuframleiðsla landsins er mjög líklega annað hvort í hámarki þessa dagana eða þegar byrjuð að dvína.

meira

Endalok olíualdar … framhald

10. júlí 2005 | Jóhannes Björn

Árið 1995 drakk hagkerfi heimsins 70 milljón tunnur af olíu á dag. Á þessu ári er dagsneyslan komin í 86 milljón tunnur og eftirspurnin fer vaxandi. Saudi Arabía á að mæta þessari eftirspurn, en allt bendir til þess að framleiðslan þar sé stöðnuð og fari jafnvel brátt að minnka. T. Boone Pickens, sem hefur verið olíuspekúlant í hálfa öld, lýsti afleiðingunum þannig: "Þetta verður eins og að keyra beint á múrvegg á 100 km hraða."

meira

Endalok olíualdar

9. júlí 2005 | Jóhannes Björn

Það er kátt í kauphöllum heimsins þessa dagana og dollarinn er sterkur. En ef Matthew R. Simmons hefur rétt fyrir sér í nýrri bók, Twilight in the Desert, þá styttist óðum í eina mestu efnahagskreppu veraldarsögunnar. Heimskreppan 1929–1935 kemst ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana.

meira

Bilderberg-klúbburinn fundar

4. júní 2005 | Jóhannes Björn

Skömmu áður en helstu baktjaldamenn heimsins hópuðust saman snemma í maí á árlegum leynifundi Bilderberg-klúbbsins að Dorint Sofitel Seehotel Ueberfahrt—sem er hótel í Rottach-Egern, 60 km frá Munchen í Þýskalandi—þá mættu ógnandi öryggisverðir á staðinn. Þeir tóku myndir af öllu starfsfólki hótelsins og það var látið skrifa undir þagnareið. Starfsmönnum sem ekki höfðu þýskt ríkisfang var umbúðalaust tjáð að þeir fengju aldrei aftur að starfa í landinu ef þeir kjöftuðu frá nokkru því sem gerðist á fundinum.

meira

Sápukúla sem springur með háum hvelli

24. maí 2005 | Jóhannes Björn

Það kraumar í fasteganapottinum í Bandaríkjunum. Einbýlishús og íbúðir hafa hækkað um 50% á fjórum árum og í sumum fylkjum miklu meira. Í Flórída hefur fasteignabraskið t.d. gengið svo langt að menn eru farnir að versla með kauprétt á húsum sem ekki er byrjað að byggja og verð fasteigna hefur rokið upp um 45% á síðustu 12 mánuðum. Allir nema þeir sem eru á kafi í þessum viðskiptum sjá að endalokin eru ekki langt undan.

meira

Hvað gerir hagkerfið næst?

15. maí 2005 | Jóhannes Björn

Það er eitthvað undarlegt að gerast á bandarískum verðbréfamörkuðum og víðar. Þrátt fyrir hækkandi stýrivexti, bullandi hallarekstur ríkisins og vaxandi ótta um að verðbólgan sé að sækja í sig veðrið—innfluttar vörur hækkuðu t.d. um 0,8% í apríl í BNA—þá hafa langtímavextir verið að lækka. Þá kemur það líka mörgum undarlega fyrir sjónir að dollarinn skuli fara hækkandi og góðmálmar lækkandi. Eru einhverjir hlutir að gerast sem við eigum erfitt með að festa auga á?

meira

Á snjósleða til Skotlands

10. maí 2005

Þá er það staðfest: Gangverkið sem dregur til sín Golfstrauminn, hitaveitu norðursins og austurhluta Norður-Ameríku, er að hægja á sér. Ef þessi þróun heldur áfram þá líða ekki margir áratugir þar til Íslendingar geta flutt búslóðina á sleðum til Evrópu. Veðurfarið í New York verður þá svipað og það er í Alaska í dag.

meira

Hljótt um mesta peningaglæp allra tíma

1. maí 2005 | Jóhannes Björn

Fyrir nokkrum dögum sögðust yfirvöld á Filippseyjum hafa komist á snoðir um mesta verðbréfafals allra tíma þegar starfsmenn fjársvikadeildar lögreglunnar í Manila handtóku tvo menn sem voru að senda handhafaskuldabréf að andvirði þrjár billjónir dollara til Zurich í Sviss. Fréttir af þessu birtust í fjölmiðlum í einn dag og síðan varð allt hljótt. Hvað er eiginlega að gerast?

meira

G.M. riðar til falls

25. apríl 2005 | Jóhannes Björn

Örlög Ameríku og General Motors eru samtvinnuð, var sagt hér áður fyrr, en við skulum vona að það lögmál gildi ekki lengur því G.M. verður brátt ekki svipur hjá sjón. Í þessu tilfelli er ekki beinlínis hægt að kenna heimsvæðingunni um—þótt hún vissulega eigi eftir að setja þessa iðngrein eins og aðrar á Vesturlöndum á hausinn þegar fram líða stundir—heldur liggur skýringin í ótrúlegri skammsýni og græðgi augnabliksins.

meira

Heimsvæðingin er komin til helvítis

13. apríl 2005 | Jóhannes Björn

Þetta var hagfræðistefna sem átti að lyfta öllum bátum, fyrirkomulag sem okkur var lofað að skilaði bættum lífkjörum, bæði hjá þróuðum ríkjum og hjá þeim sem sitja aftar á merinni. En þetta var ekkert annað en vandlega úthugsuð lygi sem nokkur ofurfyrirtæki—fjölþjóðakeðjur og fjölþjóðabankar—hafa halað inn á trilljónir.

meira

Kennedy vildi ekki Víetnam

5. apríl 2005 | Jóhannes Björn

Leyniskýrslur sem nýlega hafa verið gerðar opinberar—og fjallað er um í athyglisverðri grein eftir Marc Cooper í The Nation (14. mars 2005)—sýna svo ekki verður um villst að Kennedy var ekki aðeins á móti stórstyrjöld í Víetnam og nærliggjandi ríkjum, hann vildi draga allt bandarískt herlið til baka ef hann næði endurkjöri í árslok 1964.

meira

Kynþáttasprengjur og dularfull dauðsföll vísindamanna—seinni hluti

20. mars 2005 | Jóhannes Björn

Tryggingafélög græða peninga á að reikna út meðaltal allra mögulegra hluta. Ef t.d. eitt hundrað skrifstofumenn á aldrinum 40–45 ára kaupa sér líftryggingu þá tapar tryggingafélagið eflaust á nokkrum þeirra, en meðaltalið tryggir að þegar upp er staðið skila allir samanlagt gróða. Á þennan hátt eru lífslíkur allra hópa reiknaðar út og spáð í tíðni algengra slysa.

meira

Kynþáttasprengjur og dularfull dauðsföll vísindamanna—fyrri hluti

10. mars 2005 | Jóhannes Björn

Kynþáttavopn eru möguleg var yfirskrift greinar sem birtist í Defense News 23. mars 1992. Greinin fjallaði um hvernig hægt væri að notfæra sér örlítin frávik í genasamsetningu hinna ýmsu kynþátta til þess að búa til vopn sem aðeins dræpu vissa hópa.

meira

Er líf á Mars? … framhald

4. mars 2005 | Jóhannes Björn

Eins og kom fram í grein á þessari síðu 1. apríl 2004—Er líf á Mars?—þá getur ekkert líf þrifist á yfirborði Mars sökum loftþrýstings sem er ekki nema 6 til 7 millíbör (er að meðaltali 1013 hér). Við slíkan loftþrýsting er ekkert fljótandi vatn fyrir hendi; það gufar strax upp og heldur út í himingeiminn. En yfirborð Mars hefur ekki alltaf verið svo napurlegt því gervihnattamyndir sýna glöggt að plánetan skartaði einu sinni beljandi fljótum og bláum úthöfum.

meira

Erfið sigling framundan … framhald

13. febrúar 2005 | Jóhannes Björn

Hugurinn ber þá hálfa leið.

Þegar hagtölur heimila eða ríkisstjórna ganga ekki lengur upp þá grípa menn oft til áróðurs eða láta óskhyggjuna eina ráða ferðinni. Bandarískir verðbréfamarkaðir hækkuðu verulega í síðustu viku eftir órökstudd ummæli Alan Greenspan um vænlegri vöruskipti við útlönd í framtíðinni og fjárlagafrumvarp Bush var lagt fram.

meira

Erfið sigling framundan … framhald

5. febrúar 2005 | Jóhannes Björn

Heilagur Greenspan sannaði enn einu sinni að hann getur, alla vega til skamms tíma, talað markaðina upp eða niður.

Fréttirnar s.l. föstudag voru afleitar. Bandaríska hagkerfið skapaði miklu færri störf en menn höfðu áætlað. Það sem verra var, illa borguðum störfum fjölgaði mest og vikulaunin (meðaltal) hækkuðu aðeins 2,3% á milli janúar 2004 og janúar 2005.

meira

Erfið sigling framundan á fjármálamörkuðum

29. janúar 2005 | Jóhannes Björn

Eru John W. Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Alan Greenspan, seðlabankastjóri, snillingar sem búa yfir æðri skilningi á hagfræðinni. Sjá þeir handan sjóndeildarhringsins sólríka daga og gullin tækifæri, nýtt blómaskeið sem öllum öðrum yfirsést?

meira

Viðtal við Egil | 5. desember 2004

Og sigurvegarinn er … Jesús!

3. nóvember 2004 | Jóhannes Björn

Vald.org hefur frá byrjun reynt að rýna í framtíðina og spá fyrir um þróun mikilvægra mála. Þetta hefur venjulega tekist nokkuð vel. Fyrir átta mánuðum birtist fyrsta greinin um stöðu dollarans—á tíma þegar margir, t.d. Bank of America, voru að spá hærra gengi hans—þar sem varað var við hugsanlegri lækkun og nákvæmlega útskýrt hvers vegna.

meira

Hvert stefnir hagkerfi jarðarinnar?

10. október 2004

Haust var að ganga í garð árið 1929 þegar Astor (fimmta kynslóð) gekk á fund bankastjóra bankans sem ávaxtaði auð fjölskyldunnar og sagði: "Ég hef aldrei fett fingur út í hvernig þú ráðstafar fjármunum fjölskyldunnar. Rétt? En nú er ég með ákveðnar leiðbeiningar. Seldu öll hlutabréf—og alla aðra pappíra—og keyptu ríkisskuldabréf fyrir alla upphæðina."

meira

Að búa til peninga úr engu

19. september 2004 | Jóhannes Björn

Margir sem hafa lesið áttunda kafla Falið vald eiga samt erfitt með að kyngja því að bankakerfið geti búið til peninga úr engu. Helsta ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú að venjulegt fólk fær venjulega ekki eitthvað fyrir ekkert og er vant því að þurfa að greiða sínar eigin skuldir á gjaldaga. Bókhaldsreglur fyrirtækja og heimila gera ráð fyrir að dálkarnir gangi upp.

meira

Og sigurvegarinn er … Kerry!

6. september 2004 | Jóhannes Björn

Samkvæmt öllum helstu skoðanakönnunum er George W. Bush með 11% meira fylgi en John Kerry. Enginn forseti með slíkt fylgi aðeins tveim mánuðum fyrir kosningar hefur í fortíðinni tapað. Hér verður þó gengið á ystu nöf og fullyrt að í þetta skipti eigi hið ómögurlega eftir að gerast: Bush tapar í nóvember.

meira

Ritskoðun stórblaða

26. ágúst 2004 | Jóhannes Björn

Oft er talað um risablöð eins og New York Times og Washington Post sem "óháða" fjölmiðla. Sú skoðun kemur líka oft fram að raunverulega sé svo til engu hægt að leyna til langframa; risafjölmiðlarnir komist alltaf fyrr eða síðar að sannleikanum. Þetta er eins langt frá sannleikanum og hugsast getur, og það á sérstaklega við þegar atburðarásin varðar þjóðaröryggi.

meira

Ódýr olía … bless!—Framhald

19. ágúst 2004 | Jóhannes Björn

Our Final Century, heitir nýleg bók eftir Sir Martin Rees, sem er breskur stjörnufræðingur. Hann segir: Innan fárra ára stöndum við andspænis "Endalokum fyrri helmings olíualdar." Þetta entist í 150 ár og leyfði iðnaði, samgöngum, landbúnaði og loks fólksfjölda að eflast í hlutfalli við olíuframboð. Þetta skapaði líka ógrynni fjármuna, sem aftur leiddi af sér hagfræði er stjórnar og hagræðir peningum.

meira

Lyfjamafían—Seinni hluti

8. ágúst 2004 | Jóhannes Björn

Því skal spáð hér að aspartame (tegund gervisykurs)—best þekkt undir nafninu NutraSweet—verði bannað eftir nokkur ár. Saga NutraSweet er skólabókardæmi um hvernig lyf og kemísk efni eru samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu og hvaða hagsmunir eru látnir ráða ferðinni.

meira

Lyfjamafían—Fyrri hluti

5. ágúst 2004 | Jóhannes Björn

Læknar eru guðir og lyfjafyrirtækin hálfguðir. Hallelúja.

Læknisfræðin og lyfjaiðnaðurinn reka magnaðan áróður þar sem stöðugt er endurtekið að við getum þakkað þeim háan aldur og almenna vellíðan.

meira

Ódýr olía … bless!

30. júlí 2004 | Jóhannes Björn

Saudi Arabía lofaði nýlega að auka olíuframleiðslu sína og lækka þannig heimsmarkaðsverðið á olíu. Kauphallarmenn í London og New York spáðu að fatið færi fljótlega í $30. Olíuverð hefur þó haldið áfram að vera í kringum $40 fatið og sá grunur er farinn að læðast að mönnum að konungsríkið geti hreinlega ekki staðið við orð sín.

meira

Ruglaðir fuglar

27. júlí 2004 | Jóhannes Björn

Hvað getur það eiginlega verið sem er að gera fugla víðsvegar um heim ruglaða? Á þessari síðu var nýlega fjallað um dularfullt hvarf pelíkana í Dakota ríki í Bandaríkjunum

meira

Hafa BNA gengið til góðs … framhald

20. júlí 2004 | Jóhannes Björn

Eins og bent var á í grein á þessari síðu 4. júlí þá lítur út fyrir að hátæknivörur seljist ekki jafn ört og menn höfðu ætlað fyrir aðeins nokkrum vikum. Í dag virtust markaðir um alla Asíu átta sig á þessu og hlutabréf tæknifyrirtækja féllu verulega. Hlutabréf stærsta framleiðanda heims á tölvuskjáum í Taiwan féllu um 7%.

meira

Hafa BNA gengið til góðs … framhald

11. júlí 2004 | Jóhannes Björn

Í síðustu grein var lagt til að nýtt blómaskeið á sviði hátækni í BNA gæti hugsanlega bjargað hagkerfinu. Þessi skoðun er einfaldlega byggð á þeirri staðreynd að það er ekki í mörg önnur hús að leita. Framleiðslan er á leið til Kína og þjónustugreinar sem geta ferðast á Netinu eru að færast til Indlands.

meira

Hafa BNA gengið til góðs …

4. júlí 2004 | Jóhannes Björn

Bandaríkin eiga 228 ára afmæli í dag. Það er því ekki úr vegi að líta yfir sviðið og spá í stöðuna eins og hún blasir við á þessum tímamótum. Hvert stefnir í bandarísku efnahagslífi og hvaða afleiðingar getur það haft fyrir allan heiminn. Það er sjálfgefin staðreynd að þegar bandaríska hagkerfið hóstar þá fær allur heimurinn kvef.

meira

Heimsendir

29. júní 2004 | Jóhannes Björn

Sú var tíðin að prédikarar boðuðu eld og brennistein með meiri ofsa en gengur og gerist nú á dögum. Og með stuttu millibili hræddu þeir pöpulinn með hótunum um að heimurinn væri rétt í þann mund að enda. Nú er kannski aftur kominn tími til að einhver standi á kassa á Lækjartorgi og messi yfir fólkinu, því eitthvað einkennilegt er að gerast á jörðinni og í sólkerfinu sem við búum í.

meira

Hvað var á sveimi yfir Mexíkó?

19. maí 2004 | Jóhannes Björn

Það er ekkert nýtt að fljúgandi furðuhlutir sjáist út um allan heim. Einstaklingar hafa tekið óteljandi myndir af þeim. Hitt er aftur á móti sjaldgæfara að yfirvöld deili sínu eigin myndasafni með pöplinum. Það er þó ekki alveg einstakt í sögunni, það gerðist t.d. þegar stjórnvöld í Belgíu sýndu radarmyndir af risastórum þríhyrndum loftförum sem fjöldi fólks hafði verið að sjá á sveimi yfir landinu.

meira

Að glata sálinni

11. maí 2004 | Jóhannes Björn

Gáfaður maður benti einu sinni á þá staðreynd að við höfum tilhneigingu til þess að breytast í það sem við berjumst við. Stórblaðið Wall Street Journal ristir venjulega ekki dýpra í ritstjórnargreinum sínum en að kvarta yfir skattbyrði milljónamæringa, en leiðari blaðsins 10. maí 2004, ritaður af Gerald F. Seib, sýnir óvenjulegt innsæi. Þar er þeirri spurningu varpað fram hvort Írak hafi breytt Bandaríkjamönnum meira en þeir hafa breytt Írak.

meira

Eitur í hafinu

7. maí 2004 | Jóhannes Björn

Skömmu eftir að heimstyrjöldinni síðari lauk árið 1945 sigldi enskt flutningaskip úr höfn og hélt í norðaustur. Áfangastaðurinn var leynilegur en einhvers staðar undan strönd Noregs. Ólíkt því er gerðist á venjulegum flutningadöllum þá samanstóð áhöfnin af hermönnum og skipið var fullt af eiturefnum frá Þýskalandi Hitlers. Í skjóli nætur var skipinu síðan sökkt með öllu eitrinu innanborðs.

meira

Lætin í kringum SARS (Severe Acute Respiratory Syndrome)

3. maí 2004 | Jóhannes Björn

Margir hafa undrast yfir þeirri athygli sem SARS (HABL eða bráðalungnabólga) fær í fjölmiðlum heimsins. Þegar öllu er á botninn hvolft, segja menn, þá deyja milljón sinnum fleiri einstaklingar úr alls konar smitsjúkdómum og sumir þeirra, eins og t.d. ný tegund nær ólæknandi berkla, virðast miklu meira ógnandi. Meira að segja á því tímabili sem SARS faraldurinn var verstur þá drápu eldingar fleiri einstaklinga út um allan heim.

meira

Ritalin—dóp unga fólksins

7. apríl 2004 | Jóhannes Björn

Þegar stóru auglýsingafyrirtækin í Ameríku eða Englandi búa til sjónvarpsauglýsingar þá getur hver mínúta kostað hvorki meira né minna en eitt hundrað milljón krónur. Við getum vissulega gert ráð fyrir að fyrirtæki borgi ekki slíkar upphæðir nema að þessar auglýsingar skili árangri. Hvað liggur eiginlega á bak við þetta allt saman?

meira

Eru Íslendingar fíklar?

3. apríl 2004 | Jóhannes Björn

Samkvæmt bandarískri þingrannsókn—vel lýst í bók Richard Hughes og Robert Brewin, The Tranquilizing of America: Pillpopping and the American Way of Life—þá gáfu bandarískir læknar út 57.000.000 lyfseðla á valíum árið 1977. Það sama ár skófluðu landsmenn í sig samtals 8.350.000.000 töflum [það eru átta milljarðar þrjúhundruð og fimmtíu milljónir] sem voru sérstaklega hannaðar til þess að breyta heilastarfseminni.

meira

Er líf á Mars?

1. apríl 2004 | Jóhannes Björn

Það eru sterkar líkur á að Evrópugervihnötturinn sem hringsólar um Mars hafi nýlega flutt okkur mestu tíðindi aldarinnar: Það er líf á Mars! Gervihnötturinn sá þó ekki litla græna menn á hlaupum eða græna akra, en hann mældi andadrátt hugsanlegs lífs—metangas. Hvað er svona merkilegt við metangas? Í stuttu máli þá myndast metan við efnabreytingar í lífrænum efnasamböndum af völdum gerjunar.

meira

Hvert stefnir Kína?

28. mars 2004 | Jóhannes Björn

Margir halda að Kína verði næsta stórveldi heimsins. Íslenskir ráðamenn eru auðvitað í þeim hópi og bukka sig og beygja fyrir þeim við öll tækifæri. Þegar kínverskir einræðisherrar gefa skipun þá brjóta íslenskir stjórnmálamenn sennilega lög (sviptu t.d friðsama mótmælendur sem hingað vildu koma ferðafrelsi).

meira

Sjónhverfingar bankanna

25. mars 2004 | Jóhannes Björn

Burt séð frá hvort menn fagna falli kolkrabbans eða syrgja hann þá nær það engri átt að bankar komist upp með að stunda brask á hlutabréfamarkaði. Það eru margar ástæður fyrir þessu.

meira

Gullið glóir

23. mars 2004 | Jóhannes Björn

Fjölþjóða bankar og stór fjárfestingafyrirtæki eru alltaf á höttunum eftir upplýsingum sem gefa vísbendingu um hvert markaðurinn stefnir. Eru málmar á uppleið eða eru ákveðin verðbréf að falla?

meira

Bush og Kerry—beinabræður! (Seinni hluti)

19. mars 2004 | Jóhannes Björn

Öll leynifélög sem byggja á bræðralagi en eru ekki bara pólitískir klúbbar nota einhvers konar dulspeki eða dýrkun til að sameina félagsmenn. Helgisiðir Frímúrara, svo dæmi sé tekið, virðast ekki mjög magnaðir þegar maður les um þá í bók (32ja gráðu menn sem hafa yfirgefið regluna hafa lýst þessu), en töluð orð og einkennilegar athafnir segja aðeins hálfa söguna.

meira

Bush og Kerry—beinabræður! (Fyrri hluti)

16. mars 2004 | Jóhannes Björn

Nýleg soðannakönnun í Bandaríkjunum leiddi í ljós að þjóðin hefur ekki í manna minnum sýnt eins mikinn tvíklofa í pólitík. Annað hvort eru menn heitir með Bush eða ákafir stuðningsmenn Kerry. Ekki nema 8% sögðust vera óákveðnir [könnun meðal líklegra kjósenda … aðrar kannanir eru út í hött því nærri helmingur kjósenda situr heima á kjördag], sem er einstakt þegar langir átta mánuðir eru til kosninga.

meira

Er heimskreppa í uppsiglingu—framhald

12. mars 2004 | Jóhannes Björn

Í gær, 11. mars, féll verð hlutabréfa á bandaríska markaðinum um 1.6% og Dow Jones hefur því tapað nærri 500 punktum á aðeins fjórum dögum.

Auk skjálfta í mönnum vegna hryðjuverkanna á Spáni, þá áttu tvær miður skemmtilegar hagtölur sem voru birtar í dag þátt í þessu hrapi:

meira

Er heimskreppa í uppsiglingu?

11. mars 2004 | Jóhannes Björn

Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan spurningunni um hvort dollarinn væri á leið upp eða niður var varpað fram hér á síðunni. Síðan þá hafa tölur verið birtar í Bandaríkjunum sem satt að segja eru ekki gæfulegar. Í stuttu máli, þá verður mikið að breytast fljótt til þess að koma í veg fyrir verulegan efnahagslegan afturkipp eða kreppu um víða veröld.

meira

Jesús og Mad Max

8. mars 2004 | Jóhannes Björn

Það segir okkur allt um þroska mannkynsins að hatrammar deilur hafa staðið um kvikmynd Mel Gibson, The Passion of the Christ, sögu um atburði sem gerðust fyrir 2000 árum og menn óttast að kyndi undir gyðingahatri í dag! Myndin er heldur ekki nema í meðallagi góð og leggur höfuðáherslu á sýna frelsarann barinn í spað—það er hálfgerður Mad Max stíll á þessu en með meiri sadisma—sem væri í sjálfu sér í lagi ef allt endaði í einni alsherjar uppljómun og guðlegri fyrirgefningu (þegar öllu er á botninn hvolft þá á hann að hafa dáið fyrir syndir okkar allra).

meira

Er dollarinn á leið upp eða niður?

5. mars 2004 | Jóhannes Björn

Sumarið 2003 fór dollarinn í 110 kr. en þessa stundina er hann í um 70 kr. og sumir velta því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að fjárfesta í þessum gróna gjaldmiðli. Við höfum séð ótrúlegar sveiflur á gjaldeyrismörkuðum allar götur síðan svokallaðir "spákaupmenn" (95% fjölþjóðabankar og sjóðir) tóku að sér að meta verðmæti flestra gjaldmiðla heimsins. Maður gæti spurt: ef sterlingspundið kostaði $2.10 í kringum 1980 og hrapaði niður í $1.20 sex árum seinna—og evran byrjaði fyrir nokkrum árum í $1.16, hrapaði í $0.88 og stökk svo í $1.28—því ætti dollarinn þá ekki fljótlega að bruna upp á við?

meira

Eldri Greinar